Innlent

Sjö fíkniefnamál á Litla Hrauni

Litla Hraun.
Litla Hraun.

Sjö fíkniefnamál komu til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi í liðinni viku. Öll málin komu í venjubundnu eftirliti fangavarða á Litla-Hrauni. Þar var ansi viðburðarríkt yfir hátíðarnar því tveir fangar struku þaðan um kvöldmatarleyti síðastliðinn miðvikudag.

Viðbragðsáætlun lögreglu var þegar sett í gang og unnið eftir henni.

Annar fanganna fannst mjög fljótlega en hann hafði náð að sníkja sér far með vegfaranda sem leið átti um Eyrarbakkaveg. Hinn kom í leitirnar um rúmum tveimur klukkustundum eftir strokið. Hann hafði komið sér í hús á Eyrarbakka.

Málið er í rannsókn með tilliti til þess hvort fangarnir hafi sammælst um strokið.

Áramótin fóru hinsvegar afskaplega vel fram í Árnessýslu og lögreglumenn eru mjög ánægðir hvernig tiltókst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×