Innlent

Eldgosið hafði áhrif á 43 milljónir Bandaríkjamanna

Öskufallið stöðvaði flugumferð með dramatískum afleiðingum.
Öskufallið stöðvaði flugumferð með dramatískum afleiðingum. Mynd Guðmundur Svavarsson

Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði með einum eða öðrum hætti áhrif á líf 14 prósent Bandaríkjamanna, eða 43 milljónir manna þar í landi, samkvæmt nýrri könnun Gallup og má finna á heimasíðu Capacent gallup.

Áhrif eldgossins eru margvísleg. 1 prósent aðspurðra sögðu gosið í Eyjafjallajökli hafa sett ferðaáætlanir sínar úr skorðum, 3 prósent sögðu einhver önnur áform hafa raskast og 5 prósent sögðu að viðskipti þeirra hefðu orðið fyrir truflunum vegna gossins.

Könnunin, sem birt var í gær, var framkvæmd dagana 24. og 25. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×