Innlent

Steingrímur flaug á þyrlu í sjónvarpsviðtal

Steingímur fékk far með þyrlu yfir Markarfljótið nú seinni partinn.
Steingímur fékk far með þyrlu yfir Markarfljótið nú seinni partinn.

Lokun brúarinnar yfir Markarfljót stöðvaði ekki Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra sem var á leið í viðtal við Helgu Arnardóttur fréttakonu Stöðvar 2 sem stödd var við hinn brúarsporðinn.

Fjármálaráðherra greip til þess ráðs að þyggja far með þyrlu sem vippaði honum yfir hamfarasvæðið og örskömmu síðar var hann kominn í viðtalið sem birt verður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar birtast einnig magnaðar myndir sem myndatökumenn stöðvarinnar hafa tekið á Suðurlandi í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×