Tottenham vann langþráðan sigur á Arsenal - búnir að bíða í 11 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2010 20:19 Tottenham-menn fagna hér draumamarki Danny Rose. Mynd/AFP Tottanham vann í kvöld sinn fyrsta leik á erkifjendunum í Arsenal síðan í nóvember 1999 þegar Tottenham vann 2-1 sigur í leik liðanna á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arsenal hafði fyrir leikinn leikið 20 leiki í röð án þess að tapa fyrir nágrönnum sínum í norður London. Tottenham hefur þar með ekki tapað í síðustu átta leikjum sínum á White Hart Lane en Arsenal þurfti að sætta sig við sitt fyrsta deildartap síðan 7. febrúar þegar liðið tapaði fyrir Chelsea. Arsenal hefði getað minnkað forskot Chelsea á toppnum í þrjú stig en meistaravon lærisveina Arsene Wenger varð nánast að engu með þessu tapi. Tottenham er nú aðeins einu stigi á eftir Manchester City í baráttunni um fjórða sætið inn í Meistaradeildina. Hinn 19 ára Danny Rose byrjaði frábærlega í sínum fyrsta leik í byrjunarliði Tottenham þegar skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu. Manuel Almunia, markvörður Arsenal, sló þá boltann út fyrir teiginn en þar beið strákurinn og tók boltann viðstöðulaust á lofti og hann lá í netinu. Arsenal varð fyrir öðru áfalli níu mínútum síðar þegar Thomas Vermaelen meiddist upp úr engu og varð að fara útaf. Mikael Silvestre kom inn í staðinn og lék við hlið Sol Campbell í miðverðinum. Tottenham fékk draumabyrjun á seinni hálfleik líka þegar Gareth Bale slapp í gegn eftir stungusendingu frá Jermain Defoe og skoraði eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleiknum. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður fyrir Jermain Defoe á 68. mínútu eða á sama tíma og Robin van Persie kom inn á hjá Arsenal í sínum fyrsta leik eftir meiðslin. Eiður fékk dauðafæri skömmu eftir að hann kom inn á völlinn en hitti ekki boltann fyrir framan miðju marki. Arsenal pressaði mikið í lokin með Robin van Persie í fararbroddi en Heurelho Gomes í marki Tottenham varði hvað eftir annað á stórglæsilegan hátt þar á meðal þrjú þrumuskot frá Hollendingnum. Dananum Nicklas Bendtner tókst loksins að minnka muninn á 85. mínútu eftir sendingu frá Theo Walcott og undirbúning frá Robin van Persie. Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Tottanham vann í kvöld sinn fyrsta leik á erkifjendunum í Arsenal síðan í nóvember 1999 þegar Tottenham vann 2-1 sigur í leik liðanna á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arsenal hafði fyrir leikinn leikið 20 leiki í röð án þess að tapa fyrir nágrönnum sínum í norður London. Tottenham hefur þar með ekki tapað í síðustu átta leikjum sínum á White Hart Lane en Arsenal þurfti að sætta sig við sitt fyrsta deildartap síðan 7. febrúar þegar liðið tapaði fyrir Chelsea. Arsenal hefði getað minnkað forskot Chelsea á toppnum í þrjú stig en meistaravon lærisveina Arsene Wenger varð nánast að engu með þessu tapi. Tottenham er nú aðeins einu stigi á eftir Manchester City í baráttunni um fjórða sætið inn í Meistaradeildina. Hinn 19 ára Danny Rose byrjaði frábærlega í sínum fyrsta leik í byrjunarliði Tottenham þegar skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu. Manuel Almunia, markvörður Arsenal, sló þá boltann út fyrir teiginn en þar beið strákurinn og tók boltann viðstöðulaust á lofti og hann lá í netinu. Arsenal varð fyrir öðru áfalli níu mínútum síðar þegar Thomas Vermaelen meiddist upp úr engu og varð að fara útaf. Mikael Silvestre kom inn í staðinn og lék við hlið Sol Campbell í miðverðinum. Tottenham fékk draumabyrjun á seinni hálfleik líka þegar Gareth Bale slapp í gegn eftir stungusendingu frá Jermain Defoe og skoraði eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleiknum. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður fyrir Jermain Defoe á 68. mínútu eða á sama tíma og Robin van Persie kom inn á hjá Arsenal í sínum fyrsta leik eftir meiðslin. Eiður fékk dauðafæri skömmu eftir að hann kom inn á völlinn en hitti ekki boltann fyrir framan miðju marki. Arsenal pressaði mikið í lokin með Robin van Persie í fararbroddi en Heurelho Gomes í marki Tottenham varði hvað eftir annað á stórglæsilegan hátt þar á meðal þrjú þrumuskot frá Hollendingnum. Dananum Nicklas Bendtner tókst loksins að minnka muninn á 85. mínútu eftir sendingu frá Theo Walcott og undirbúning frá Robin van Persie.
Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira