Erlent

Hagvöxtur niður í sex prósent

Kaupæði hefur verið í Kína um nokkurra ára skeið. Útlit er fyrir að draga muni úr kaupmættinum á næstunni.
Kaupæði hefur verið í Kína um nokkurra ára skeið. Útlit er fyrir að draga muni úr kaupmættinum á næstunni. Fréttablaðið/AP

Vísbendingar eru um kólnun kínverska hagkerfisins. Þetta fullyrðir Ruchir Sharma, sérfræðingur í málefnum nýmarkaða og framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs bandaríska bankans Morgan Stanley, í úttekt um Kína í nýjasta tölublaði vikuritsins Newsweek.

Í úttektinni fer Sharma yfir helstu hagstæðir landsins, þróun hagkerfisins síðustu misserin og hugsanlegar breytingar á næstu tíu árum.

Hagvöxtur í Kína hefur numið tíu prósentum um nokkurra ára skeið. Útlit er fyrir samdrátt í opinberum framkvæmdum sem felur í sér að störf flytjast síður frá dreifðari byggðum til þéttbýlisins. Í ofanálag reiknar Sharma með að gengi júansins gefi eftir með þeim afleiðingum að eftirspurn dregst saman. Hagvöxtur gæti við það farið niður í sex til sjö prósent.

Dragi úr eftirspurn og framleiðni í Kína geti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir heimshagkerfið, ekki síst fyrir þau lönd sem treysta á óbreytta efnahagsþróun í Kína. Þetta á sérstaklega við um Ástralíu, en 64 prósent af útflutningi landsins enda í Kína, og Brasilíu, sem selur þangað rúman helming af vörum sínum.- jab


Tengdar fréttir

Rekstur innan fjárheimilda

Ríkisendurskoðun segir heildarútgjöld A-hluta ríkissjóðs árið 2009 hafa verið 23 milljarða umfram fjárlög ársins, eða samtals 579 milljarða króna. Þrátt fyrir það hafi heildarútgjöldin verið tólf milljarða innan fjárheimilda ársins, sem námu 591 milljarði, en það skýrist af því að með fjáraukalögum bættust þrettán milljarðar við heimildir ársins auk þess sem 22 milljarðar voru fluttir frá fyrra ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×