Fótbolti

Michel Platini: Frakkland getur ekki orðið heimsmeistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michel Platini, forseti UEFA.
Michel Platini, forseti UEFA. Mynd/AFP
Michel Platini, forseti UEFA, hefur afskrifað landa sína á HM í Suður-Afríku í sumar og segir ástæðu þess bæði vera vandamál með þjálfarinn og skortur á hæfileikaríkum leikmönnum.

Michel Platini stóð í fyrstu með þjálfaranum Raymond Domenech eftir vonbrigðin á EM 2008 en telur núna að hann haldi aftur af liðinu.

Ein af ástæðunum er hugsunarleysi hans þegar Domenech bað kærustu sína að giftast sér í sjónvarpsviðtali strax eftir að Frakkar höfðu endað neðstir í sínum riðli á EM 2008.

„Það er vandamál með Raymond og það er vandamál snýst um persónuna en ekki þjálfarann. Hann særði alla frönsku þjóðina með þessu bónorði í beinni. Hann veit það núna og hefur beðist afsökunar á því," sagði Platini.

„Ég sé Frakkland ekki vinna HM. Ég sé þá komast í gegnum riðlakeppnina en síðan mæta þeir Argentínu eða Nígeríu í 16 liða úrslitunum," sagði Platini.

„Frakkaland er ekki besta lið heims og eða með þeim þremur bestu. Ég tel Frakkland vera í hópi með þjóðum eins og Argentínu, Þýskalandi, Ítalíu, Portúgal og Hollandi sem eru alltaf erfiðir andstæðingar," sagði Platini.

„Það eru góðir leikmenn í franska landsliðinu en enginn frábær leikmaður. Í einföldum máli má segja að Frakkland hafi misst út eina kynslóð," sagði Platini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×