Kexinu lokað: Þetta er bara eins og golfklúbbur Valur Grettisson skrifar 5. nóvember 2010 10:32 Arnar Már Þórisson með gjallarhornið. Hann hélt ræðu í Landsbankanum og segir Kexið vera eins og golfklúbb. „Þetta er bara klúbbur, eins og golfklúbbur," sagði Arnar Már Þórisson, einn af eigendum klúbbsins Kex á Barónstíg en lögreglan lokaði staðnum á þriðjudagskvöldinu. Í tilkynningu frá lögreglunni kom fram að veitingamaðurinn hefði engin leyfi til veitingareksturs. Gestum var því gert að yfirgefa staðinn og var síðan skellt í lás. Svo sagði í tilkynningunni að um væri að ræða ítrekuð brot veitingamannsins og yrði nú fylgst með hvort hann reyndi enn að opna staðinn. Arnar Már er algjörlega ósammála þessu og bendir á að staðurinn sé ekki skemmtistaður. „Við opnuðum klúbbinn fyrir um tveimur árum síðan þegar billjardstofunni á Hverfisgötunni var lokað. Við keyptum þá tvö billjardborð og komum fyrir. Það eru bara félagar sem hanga þarna," sagði Arnar Már sem bætir við að staðurinn hafi fengið að vera óáreittur þangað til haldið var stórt teiti vegna Airwaves-hátíðarinnar í október. Arnar viðurkennir að það teiti hafi farið úr böndunum en lögreglan hafði afskipti af staðnum í kjölfarið. „Ég hef fundað með lögreglunni um þetta en það eru að öllu jöfnu ekki fleiri en tíu, tuttugu manns þarna inni," segir Arnar Már. Arnar hefur vakið þjóðarathygli undanfarið vegna baráttu sinnar við að halda heimili sínu. Meðal annars fór hann inn í Landsbankann þar sem hann las upp yfirlýsingu. Myndband þess eðlis fór eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Heimavarnarliðið hefur stutt hann í baráttu sinni. Meðal annars biðu meðlimir varnarliðsins fyrir utan heimili Arnars þegar það átti að bera hann út. Arnar Már er enn þá heima hjá sér og þykir Landsbankinn hafa sýnt óbilgirni í saminingaviðræðum við hann. Það var svo í síðustu viku sem DV sagði frá því að Arnar Már væri óeðlilega skuldsettur. Meðal annars var húsið hans í eigu félags sem skuldaði hundruð milljóna samkvæmt DV. „Ég er ekki að biðja um að allar skuldir mínar verði felldar niður. Ég er ábyrgur gjörða minna og fór kannski bratt í því ástandi sem var þá. Ég tek ábyrgð á því. En ef bankinn skiptir um kennitölu á einni nóttu þá hljóta þeir að geta gert við mig leigusamning," segir Arnar Már sem segist hafa keypt húsið fokhelt og gert það upp með sínum eigin höndum. „Ég var sjálfstæður verktaki, ekki svindlari," segir Arnar Már og bætir við að hann hafi ekki keypt sér hlutabréf eða farið í einhvern forstjóraleik, eins og hann orðar það. „Ég fór á hverjum degi í vinnugallann og út að vinna," bætir hann við og hvetur fjölmiðla til þess að fara að huga að því að verja heimilin. Arnar segist ekki hafa verið kærður fyrir að halda úti klúbbnum. Þá segist hann ekki enn hafa fengið nein viðbrögð frá Landsbankanum vegna skuldamála sinna. Tengdar fréttir Lögreglan lokaði veitingahúsi á miðnætti í borginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði vínveitingahúsi í miðborginni á miðnætti þar sem veitingamaðurinn hafði engin leyfi til veitingareksturs. 4. nóvember 2010 07:19 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
„Þetta er bara klúbbur, eins og golfklúbbur," sagði Arnar Már Þórisson, einn af eigendum klúbbsins Kex á Barónstíg en lögreglan lokaði staðnum á þriðjudagskvöldinu. Í tilkynningu frá lögreglunni kom fram að veitingamaðurinn hefði engin leyfi til veitingareksturs. Gestum var því gert að yfirgefa staðinn og var síðan skellt í lás. Svo sagði í tilkynningunni að um væri að ræða ítrekuð brot veitingamannsins og yrði nú fylgst með hvort hann reyndi enn að opna staðinn. Arnar Már er algjörlega ósammála þessu og bendir á að staðurinn sé ekki skemmtistaður. „Við opnuðum klúbbinn fyrir um tveimur árum síðan þegar billjardstofunni á Hverfisgötunni var lokað. Við keyptum þá tvö billjardborð og komum fyrir. Það eru bara félagar sem hanga þarna," sagði Arnar Már sem bætir við að staðurinn hafi fengið að vera óáreittur þangað til haldið var stórt teiti vegna Airwaves-hátíðarinnar í október. Arnar viðurkennir að það teiti hafi farið úr böndunum en lögreglan hafði afskipti af staðnum í kjölfarið. „Ég hef fundað með lögreglunni um þetta en það eru að öllu jöfnu ekki fleiri en tíu, tuttugu manns þarna inni," segir Arnar Már. Arnar hefur vakið þjóðarathygli undanfarið vegna baráttu sinnar við að halda heimili sínu. Meðal annars fór hann inn í Landsbankann þar sem hann las upp yfirlýsingu. Myndband þess eðlis fór eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Heimavarnarliðið hefur stutt hann í baráttu sinni. Meðal annars biðu meðlimir varnarliðsins fyrir utan heimili Arnars þegar það átti að bera hann út. Arnar Már er enn þá heima hjá sér og þykir Landsbankinn hafa sýnt óbilgirni í saminingaviðræðum við hann. Það var svo í síðustu viku sem DV sagði frá því að Arnar Már væri óeðlilega skuldsettur. Meðal annars var húsið hans í eigu félags sem skuldaði hundruð milljóna samkvæmt DV. „Ég er ekki að biðja um að allar skuldir mínar verði felldar niður. Ég er ábyrgur gjörða minna og fór kannski bratt í því ástandi sem var þá. Ég tek ábyrgð á því. En ef bankinn skiptir um kennitölu á einni nóttu þá hljóta þeir að geta gert við mig leigusamning," segir Arnar Már sem segist hafa keypt húsið fokhelt og gert það upp með sínum eigin höndum. „Ég var sjálfstæður verktaki, ekki svindlari," segir Arnar Már og bætir við að hann hafi ekki keypt sér hlutabréf eða farið í einhvern forstjóraleik, eins og hann orðar það. „Ég fór á hverjum degi í vinnugallann og út að vinna," bætir hann við og hvetur fjölmiðla til þess að fara að huga að því að verja heimilin. Arnar segist ekki hafa verið kærður fyrir að halda úti klúbbnum. Þá segist hann ekki enn hafa fengið nein viðbrögð frá Landsbankanum vegna skuldamála sinna.
Tengdar fréttir Lögreglan lokaði veitingahúsi á miðnætti í borginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði vínveitingahúsi í miðborginni á miðnætti þar sem veitingamaðurinn hafði engin leyfi til veitingareksturs. 4. nóvember 2010 07:19 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Lögreglan lokaði veitingahúsi á miðnætti í borginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði vínveitingahúsi í miðborginni á miðnætti þar sem veitingamaðurinn hafði engin leyfi til veitingareksturs. 4. nóvember 2010 07:19