Enski boltinn

Rooney kenndi páfagauki að tala

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney og frú.
Rooney og frú.

Hæfileikar Wayne Rooney liggja víða. Ekki bara er hann besti knattspyrnumaðurinn á Bretlandseyjum heldur hefur hann mikinn skilning á dýrum.

Rooney segist eiga í sérstöku sambandi við páfagauk sem tengdaforeldrar hans eiga. Rooney er búinn að kenna páfagauknum að segja nafn sonar síns sem heitir Kai.

„Það gekk vel að kenna honum að segja nafnið og það var mjög fyndið í fyrstu. Þetta er ekkert fyndið lengur því páfagaukurinn getur ekki haldið kjafti og segir nafnið endalaust," sagði Rooney í viðtali við MOTD tímaritið.

Rooney talar einnig um fótbolta í viðtalinu og þakkar þar meðal annars Antonio Valencia fyrir þjónustuna í vetur en hann segist ekki hafa getað skorað svona mörg mörk án þess að hafa fengið frábæra þjónustu frá Valencia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×