Erlent

Douglas með æxli í hálsi

Douglas og Jones á góðri stundu.
Douglas og Jones á góðri stundu.
Hollywood leikarinn Michael Douglas hefur hafið átta vikna lyfjameðferð vegna æxlis sem uppgötvaðist í hálsi. Samkvæmt talsmanni hans gera læknar ráð fyrir því að hann muni ná fullum bata en Douglas sjálfur segist vera bjartsýnn á að æxlið fari.

Leikarinn er giftur leikkonunni Catherine Zeta Jones og eiga þau tvö börn saman. Cameron Douglas sonur hans komst í kast við lögin í júní síðastliðnum og var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir vörslu og notkun amfetamíns og heróíns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×