Innlent

Niðurskurður í Reykjanesbæ

Frekari niðurskurðir voru samþykktir í bæjarráði Reykjanesbæjar á dögunum.Fréttablaðið/GVA
Frekari niðurskurðir voru samþykktir í bæjarráði Reykjanesbæjar á dögunum.Fréttablaðið/GVA
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að takmarka umönnunargreiðslur á árinu 2011. Þá verði greitt með hverju barni til 15 mánaða aldurs en eftir það verði greiðslur takmarkaðar við niðurgreiðslu vegna dagforeldra með börnum til leikskólaaldurs.

Þá var samþykkt að segja upp samningi um rekstur félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima sem hefur haft húsnæði að Ásbrú og flytja starfsemina í húsnæði að Hafnargötu 88.

Á fundinum fór bæjarstjóri einnig yfir fleiri niðurskurðartillögur fyrir næsta ár. - þj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×