Fótbolti

Laurent Blanc tekur við Frakklandi eftir HM

Elvar Geir Magnússon skrifar
Laurent Blanc
Laurent Blanc

Laurent Blanc mun hætta sem þjálfari Bordeaux og taka við franska landsliðinu af Raymond Domenech þegar heimsmeistaramótinu lýkur í sumar.

Þessi 44 ára fyrrum varnarmaður Manchester United vann deildina og bikarinn með Bordeaux í fyrra en liðið vann engan titil á nýafstöðnu tímabilu.

Blanc lék í vörn Frakklands þegar liðið vann heimsmeistaramótið 1998 og Evrópumótið árið 2000. Hann hefur einnig leikið með Barcelona, Marseille og Inter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×