Innlent

Þýskir sjóliðar buðu fjórtán ára stelpu í partí

Þýska freigátan Meckelnburg-Vorpommern liggur í Reykjavíkurhöfn.
Þýska freigátan Meckelnburg-Vorpommern liggur í Reykjavíkurhöfn.

Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af þýskum sjóliðum sem komu hingað á herskipi og liggur við bryggju í miðborg Reykjavíkur.

Ástæðan var sú að móðir fjórtán ára stúlku hafði samband við lögregluna og tilkynnti að stúlkunni hefði fengið dreifibréf frá sjóliðunum á Laugaveginum þar sem þeir buðu konum í veislu á skipinu. Þá kom einnig fram að frítt áfengi væri í boði.

Lögreglan hafði svo samband við yfirmenn sjóliðanna á skipinu og greindu þeim frá þessu. Að sögn lögreglunnar voru þeir augljóslega mjög ósáttir við framgöngu sjóliðanna en sjálfir höfðu þeir ekkert veður af fyrirhuguðu partístandi þeirra.

Aðspurður sagðist varðstjórinn ekki vita hver yrðu viðurlög sjóliðanna. Hann giskaði þó á að þau gætu orðið harðari en þeir hefðu fengið hjá íslenskum yfirvöldum vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×