Erlent

Obama tók leyniþjónustumenn á teppið

Leyniþjónustur Bandaríkjanna lofa að taka sig saman í andlitinu eftir harða gagnrýni frá bandaríkjaforseta. Dennis Blair, forstjóri ríkisleyniþjónustu Bandaríkjanna sagði eftir fund með Barack Obama að njósnastofnarnir landsins yrðu að spíta í lófana og koma í veg fyrir atvik á borð við það þegar maður reyndi að sprengja sig í loft upp í flugvél yfir yfir Detroit.

Obama talaði yfir hausamótunum á æðstu yfirmönnum í leyniþjónustunni í gær og kallaði málið allsherjarklúður. Forsetinn segir að leyniþjónustur hafi vitað af því að samtök sem kalla sig Al-Kæeda á Arabíuskaga hafi verið að ráðgera árás á Bandaríkin. Þær vissu einnig að sögn forsetans að samtökin hefðu verið í sambandi við manninn sem handtekinn var um borð í flugvélinni, heitrúarmann af nígerískum uppruna.

Leyniþjónustan hafi hins vegar ekki náð utan um málið til þess að sjá heildarmyndina og sagði Obama það óásættanlegt. Maðurinn, Abdul mutallab var á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn en hann var hins vegar ekki á öðrum lista, sem hefði komið í veg fyrir að hann fengi að fara um borð í flugvél.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×