Erlent

Vilja lýsa vantrausti á Gordon Brown

Tveir fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Gordons Brown reyna nú að fá samlokksmenn sína í þingflokki Verkamannaflokknum breska til þess að samþykkja vantraust á forsætisráðherrann. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur heimildir fyrir því að Patricia Hewitt fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Geoff Hoon fyrrverandi varnarmálaráðherra hafi sent þingmönnum sms skilaboð þar sem hvatt er til leynilegrar atkvæðagreiðslu til þess að skera úr um hvort Gordon Brown njóti stuðnings. Að sögn BBC er búist við yfirlýsingu vegna málsins innan tíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×