Innlent

Innistæður eru tryggðar með samkomulagi við skilanefndir

Sigríður Mogensen skrifar
Fjármálaráðherra segir að með samkomulagi ríkisins við skilanefndir bankanna séu innistæður eins vel tryggðar og kostur er. Bankarnir muni vera vel fjármagnaðir og látnir sæta álagsprófi Fjármálaeftirlitsins.

Tæpum tíu mánuðum eftir hrun þriggja stærstu banka landsins hefur nú náðst samkomulag milli stjórnvalda og skilanefnda um uppgjör þeirra.

Samkomulagið gengur út á að skilanefndir Glitnis og Kaupþings eiga þess kost á að eignast meirihluta í Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi.

Annað gildir um Landsbankann sem verður áfram í eigu ríkisins.

Þess ber að geta að kröfuhafar Glitnis og Kaupþings eiga eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Geri þeir það er búist við að framlag ríkisins til endurfjármögnunar bankanna nemi um 200 milljörðum króna. Bankarnir verða endurfjármagnaðir um miðjan ágúst.

Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins í dag kemur fram að allar innistæður viðskiptabanka sem hafa staðfestu á Íslandi séu tryggðar samkvæmt lögum um Tryggingasjóð innistæðueiganda.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×