Enski boltinn

Eduardo spilaði í gær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eduardo í leiknum í gær.
Eduardo í leiknum í gær. Nordic Photos / AFP

Eduardo, leikmaður Arsenal, spilaði í gær með króatíska landsliðinu er það mætti Rúmeníu í vináttulandsleik og vann 2-1 sigur.

Stuðningsmönnum Arsenal verður sjálfsagt létt við að sjá meðfylgjandi mynd en talið er líklegt að hann muni koma við sögu í leik Arsenal í ensku bikarkeppninni á laugardaginn.

Hann hefur ekki spilað með liðinu síðan hann meiddist illa í leik gegn Birmingham á síðustu leiktíð. Margir óttuðust að ferli hans væri lokið en hann er nú kominn á fullt skrið á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×