Innlent

Uppboði Sjálfstæðisflokksins frestað

Uppboð sem málfundafélagið Óðinn og Sjálfstæðisflokkurinn boðuðu til í Vallhöll á verðmætum munum í eigu flokksins var blásið af í dag vegna lítillar þátttöku. Uppboðið átti að halda í tilefni af áttatíu ára afmælis flokksins og því að fimmtíu ár eru liðin frá því viðreisnarstjórnin tók við völdum.

Þar áttu að vera boðin upp nokkur söguleg kosningaplaggöt, sex stólar úr fyrsta þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins, sem Ólafur Thors, Bjarni Ben og fleiri sátu í, og margra áratuga gamalt kaffistell úr sjálfstæðishúsinu við austurvöll. Svo virðist sem enginn hafi haft áhuga á að eignast gripina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×