Innlent

Starfsmaður Kaupþings grunaður um stórfelldan fjárdrátt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Konan hafði unnið hjá Kaupþingi um árabil. Mynd/ Stefán.
Konan hafði unnið hjá Kaupþingi um árabil. Mynd/ Stefán.

Fyrrverandi starfsmaður gamla Kaupþings er grunaður um stórfelldan fjárdrátt. Konan er talin hafa dregið að sér tugi eða hundruða milljóna króna. Hún var rekin þegar málið komst upp, að því er fréttastofa RÚV greindi frá.

Þar var greint frá því að meintur fjárdráttur hafi uppgötvast þegar Kaupþing féll fyrir ári og Nýja kaupþing, sem nú heitir Arion banki, var stofnaður. Konan sem grunuð er um verknaðinn hafi unnið árum saman hjá bankanum í eignastýringu, þar sem hún höndlaði með verðbréf.

Fréttastofa RÚV segir upphæðina, sem konan dró sér, geta numið allt að hálfum milljarði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×