Innlent

Slösuðust við að taka skotelda í sundur

Tveir unglingar meiddust á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær þegar þeir voru að fikta við að taka skotelda í sundur með þeim afleiðingum að sprengingar urðu. Báðir voru fluttir á slysadeild Landspítalans en hvorugur meiddist alvarlega.

Nokkuð var um að skemmdarverk væru unnin með því að kveikja í púðurkerlingum og örðu slíku í póstkössum og ruslatunnum, en hvergi hlaust alvarlegt tjón af því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×