Erlent

Flæmdur frá heimalandi sínu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikhail Voitenko blaðamaður.
Mikhail Voitenko blaðamaður.

Mikhail Voitenko blaðamaður hefur flúið Rússland vegna ásakana hans um að Arctic Sea, skipið sem menn telja að hafi verið rænt í júlí, hafi verið í vopnaflutningum. Voitenko segir að vegna ásakana sinna hafi honum verið sagt að flýja frá landinu eða eiga hættu á að vera handtekinn.

Voitenko, sem er ritstjóri blaðsins Sovfracht, flúði því land í gær og sagði að hann myndi eflaust ekki geta snúið til baka því að lífi hans væri ógnað.

Átta karlmenn, flestir frá Eistlandi, hafa verið kærðir fyrir að ræna ræna skipinu. Mennirnir eru grunaðir um að hafa tekið skipið yfir og yfirbugað 15 manna áhöfn þess eftir að hafa fylgt því eftir, dulbúnir sem lögreglumenn.

Meintir sjóræningjar voru handteknir og fluttir til Rússlands eftir að skipsins varð vart um 480 kílómetrum frá vesturströnd Afríku þann 16 ágúst síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×