Fótbolti

Avram Grant var of dýr fyrir Búlgara

Avram Grant var of dýr fyrir Búlgara
Avram Grant var of dýr fyrir Búlgara NordicPhotos/GettyImages

Avram Grant, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, hefur átt fund með knattspyrnusambandinu í Búlgaríu vegna stöðu landsliðsþjálfara þar í landi.

Forseti sambandsins hefur staðfest þetta, en segir ólíklegt að samningar náist í höfn því launakröfur Ísraelsmannsins eru mjög háar.

Búlgarar eru enn að leita af eftirmanni Plamen Markov sem rekinn var í síðasta mánuði eftir þrjú jafntefli í röð í undankeppni HM og 6-1 tap fyrir Serbum í æfingaleik.

Forsetinn staðfesti einnig að sambandið hefði átt í viðræðum við Klaus Toppmöller sem á síðasta ári lét af störfum sem landsliðsþjálfari Georgíu. Helst vilji sambandið ráða heimamann í starfið.

Til stendur að ráða landsliðsþjálfara fyrir 30. janúar, en þeir Stanimir Stoilov, þjálfari Litex Lovech og fyrrum landsliðsmaðurinn Krasimir Balakov þykja líklegustu mennirnir í starfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×