Innlent

Joly: Brandari að fjórir starfi við rannsókn á bankahruninu

Það er brandari að einungis fjórir starfsmenn séu við störf hjá embætti sérstaks saksóknara efnahagshrunsins, segir Eva Joly, einn fremsti rannsakandi efnahagsbrota okkar tíma. Hún hefur verið ráðin til að aðstoða ríkistjórnina við rannsókn á hruninu.

Eva Joly er einn frægasti rannsakandi efnahagsbrota í evrópu. Í Frakklandi hefur hún unnið sem rannsóknardómari í efnahagsbrotum en þar sótti hún meðal annars að umfangsmikil efnahagsbrotamál gegn olíursisanum ELF og Credit Lyonnais bankanum.

Joly hefur undanfarna daga fundað með ríkistjórninni og öllum þeim sem hafa með rannsókn á bankahruninu að gera. Fyrir hádegi var svo gengið frá því formlega að hún verði ríkistjórninni til aðstoðar við rannsókn á efnahagshruninu.

Joly flutti erindi fyrir stútfullum sal í Háskólanum í Reykajvík í dag. Þar mátti meðal annars sjá, nokkra ráðherra, þingmenn, fyrrverandi forseta, starfsmenn úr dómsmálaráðuneytinum og forstöðumann efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Í erindu sínu sagði Jolie að tryggja þurfi nægilegt fjármagn og mannafla til að rannsaka bankahrunið. Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, tekur undir þetta.

Þeir sem til þekkja til Evu Joly og starfa hennar í Frakklandi segja hana mikið hörkutól. Og það er alveg ljóst að hún vill ganga hreint til verks þegar kemur að rannsókn efnahagshrunsins á Íslandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.