Innlent

Hanna tískufatnað, leikföng og duftker

Alls fengu átta hönnuðir samtals tíu milljónir króna í styrki vegna verkefna sem þeir hafa unnið að. Fréttablaðið/Anton
Alls fengu átta hönnuðir samtals tíu milljónir króna í styrki vegna verkefna sem þeir hafa unnið að. Fréttablaðið/Anton

 Hönnunarsjóður Auroru úthlutaði í gær alls tíu milljónum króna til átta íslenskra hönnuða sem meðal annars hönnuðu ilmvatn, föt og barnaleikföng.

Meðal þeirra sem fengu styrki eru Andrea Maack, sem hefur hannað ilmvatnstegundir upp úr listaverkum sínum, og Bóas Kristjánsson, sem kynnti fyrstu fatalínu sína í París í sumar. Þá fékk Charlie Strand styrk til að fullvinna bók um íslenska fatahönnuði.

Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir fékk styrk fyrir hönnun á duftkerum og Snæbjörn Stefánsson fékk styrk til að hanna barnaleikföng. Þá fékk Sonja Bent fatahönnuður styrk til að taka þátt í sýningu í New York.

Í tilkynningu Auroru segir að áhersla hafi verið lögð á að styðja hönnuði sem hafi skarað fram úr í hönnun, faglegum vinnubrögðum og sköpunarkrafti. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×