Lífið

Eiga von á tvíburum

Broderick og Sarah Jessica Parker eiga von á tvíburum. Leikkonan gengur þó ekki með börnin heldur leigumóðir.
Broderick og Sarah Jessica Parker eiga von á tvíburum. Leikkonan gengur þó ekki með börnin heldur leigumóðir.

Sarah Jessica Parker, stjarna Beðmála í borginni, á von á tvíburum með manni sínum, Matthew Broderick. Leikkonan, sem er 44 ára, gengur þó ekki sjálf með börnin tvö heldur leigumóðir. Parker og Broderick eiga saman sex ára gamlan strák og hafa mikið reynt að fjölga mannkyninu en með litlum árangri.

Á ýmsu hefur gengið í sambandi þeirra tveggja en þau neituðu meðal annars að tjá sig um orð-róm þess efnis að Broderick ætti í ástarsambandi við aðra konu.

Samkvæmt vef People Maga-zine eru hjónakornin staðráðin í að láta fortíðina ekki skemma fyrir sér heldur eru himinlifandi yfir þeim tíðindum að eiga von á tveimur yndislegum börnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.