Lífið

Logi býður langveikum börnum í bíó

Landsliðsbúningurinn sem Logi notaði í úrslitaleiknum í Peking verður seldur á uppboði til styrktar langveikum börnum.
Landsliðsbúningurinn sem Logi notaði í úrslitaleiknum í Peking verður seldur á uppboði til styrktar langveikum börnum.
„Þetta er bara eitt af áramótaheitunum mínum, að láta gott af mér leiða á árinu 2009,“ segir handknattleikskappinn Logi Geirsson en hann hyggst bjóða öllum langveikum börnum í bíó á næstunni. Logi var ekki kominn með nákvæma tímasetningu, vonaðist til að þetta yrði einhvern tímann í febrúar. Ásamt því að bjóða krökkunum í kvikmyndahús hyggst Logi setja treyjuna sem hann notaði í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking á uppboð og mun allur ágóðinn renna til Umhyggju, félags langveikra barna. „Mig langar bara til að gefa af mér og Umhyggja eru samtök sem ég vil tengja mig við,“ útskýrir Logi.

Það vakti mikla athygli fyrir fjórum árum þegar Logi bauð hinum tólf ára gamla Birgi Valdimarssyni og fjölskyldu hans út til Lemgo og bauð þeim á leik með sér. Birgir hafði þá greinst með hvítblæði og Logi vildi með þessu leggja sitt af mörkum. „Mig hefur alltaf langað til að hjálpa þeim sem þurfa kannski að liggja inni á sjúkrahúsi í langan tíma og heimsókn Birgis hvatti mig enn frekar til þess,“ útskýrir Logi sem heldur utan til Þýskalands í dag eftir landsleikjatörn í bæði Svíþjóð og Danmörku með stuttri viðkomu á Íslandi. - fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.