Móðir unga mótmælandans hugleiðir að kæra lögreglu Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 21. janúar 2009 09:30 Pauline og Patrick. Pauline McCarthy, móðir ellefu ára drengs sem lögregla tók í mótmælunum við þinghúsið og flutti á lögreglustöð er alls ekki sátt við framgöngu laganna varða í málinu. Hún hugleiðir að kæra lögreglu fyrir mannrán. Pauline þjáist af mikilli liðagigt, en gleymdi gigtarlyfjunum sínum heima þegar hún og Patrick sonur hennar fóru á mótmælafundinn í dag. Hún sat því á bekk í alþingisgarðinum á meðan mótmælin þar áttu sér stað. Hún leyfði Patrick að labba um garðinn en passaði þó alltaf að hann væri í sjónmáli. Kuldi, lyfjaleysið og löng seta á bekknum gerðu það að verkum að gigtarverkirnir ágerðust og Pauline treysti sér ekki lengur til að standa upp. Á einum tímapunkti sér hún 5-6 lögreglumenn ræða við Patrick, sem þá stóð í um 20 metra fjarlægð frá henni. Pauline segir hann hafa bent á mömmu sína og lögreglumennirnir þá litið í átt til hennar. Hún segir ástandið hafa verið að ókyrrast, og lögreglumennirnir hafi kippt Patrick til baka. Hún átti þó von á því að þeir kæmu með hann til hennar. „En í stað þess að fara með Patrick til mín, fóru þeir með hann burt," segir Pauline. Hún segist þó hafa treyst lögreglu, og hugsað að hann væri í góðum höndum. Eftir nokkra stund fer hún að ókyrrast þegar ekkert bólar á drengnum. Lögregla var þá að byrja að rýma garðinn, og sagði einn lögreglumanna Pauline að standa upp og fara. Hún sagði að sér væri illt, og treysti sér ekki til að standa á fætur og ganga í gegnum þvöguna. Pauline segir manninn hafa tekið sig upp og sleppt sér niður á jörðina. Hún hafi ekki getað staðið upp af sjálfsdáðum, og hafi kallað á hjálp. Hún segir lögreglukonu og ljósmyndara á vegum lögreglu hafa komið sér til hjálpar og stutt sig út úr garðinum. Þau hafi verið afar elskuleg og farið með sig út í sjúkrabíl. Kært til barnaverndarnefndarMYND/VILHELM GUNNARSSONPauline segist þá hafa frétt af því að systir kærasta hennar hafi séð lögreglu leiða Patrick burt í sjónvarpinu. Vinur hennar sækir hana og þau keyra rakleiðis upp á lögreglustöð að sækja drenginn. Vegna þess hve Pauline var illt fór vinur hennar inn að sækja drenginn. Pauline segir hann hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að mál drengsins verði kært til barnaverndarnefndar.„Hann stendur tuttugu metra frá mér, bendir á mig og þeir taka hann burt. Og svo ætla þeir að kæra mig?," segir Pauline, sem sjálf hugleiðir að kæra lögreglu fyrir framferðið. Meðal annars hafi Patrick verið klæddur úr bol sem hann var í, og skoðaður, nokkuð sem hún segir Patrick hafa þótt afar vandræðalegt. Hefur fullan rétt á að hafa skoðunMYND/VILHELM GUNNARSSONPauline segist ekki sammála þeim sem segja að svo ung börn eigi ekki erindi á mótmælafundi. Patrick hafi þungar áhyggjur af ástandinu í þjóðfélaginu, og vilji mótmæla. „Börn sjá fréttirnar líka. Það versta fyrir þau er að geta ekkert gert í málunum," segir Pauline, og bætir við að Patrick hafi ekki stafað hætta frá mótmælendum, einungis lögreglu.„Sjáðu byltinguna í Úkraínu. Fólkið fór með alla fjölskylduna sína og það gerði það að verkum að ráðamenn sáu að sér," segir Pauline, sem finnst Patrick auk þess hafa fullan rétt á að hafa skoðun á málunum: „Það er hann sem á eftir að borga fyrir þetta ástand það sem eftir er ævinnar," segir Pauline. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Pauline McCarthy, móðir ellefu ára drengs sem lögregla tók í mótmælunum við þinghúsið og flutti á lögreglustöð er alls ekki sátt við framgöngu laganna varða í málinu. Hún hugleiðir að kæra lögreglu fyrir mannrán. Pauline þjáist af mikilli liðagigt, en gleymdi gigtarlyfjunum sínum heima þegar hún og Patrick sonur hennar fóru á mótmælafundinn í dag. Hún sat því á bekk í alþingisgarðinum á meðan mótmælin þar áttu sér stað. Hún leyfði Patrick að labba um garðinn en passaði þó alltaf að hann væri í sjónmáli. Kuldi, lyfjaleysið og löng seta á bekknum gerðu það að verkum að gigtarverkirnir ágerðust og Pauline treysti sér ekki lengur til að standa upp. Á einum tímapunkti sér hún 5-6 lögreglumenn ræða við Patrick, sem þá stóð í um 20 metra fjarlægð frá henni. Pauline segir hann hafa bent á mömmu sína og lögreglumennirnir þá litið í átt til hennar. Hún segir ástandið hafa verið að ókyrrast, og lögreglumennirnir hafi kippt Patrick til baka. Hún átti þó von á því að þeir kæmu með hann til hennar. „En í stað þess að fara með Patrick til mín, fóru þeir með hann burt," segir Pauline. Hún segist þó hafa treyst lögreglu, og hugsað að hann væri í góðum höndum. Eftir nokkra stund fer hún að ókyrrast þegar ekkert bólar á drengnum. Lögregla var þá að byrja að rýma garðinn, og sagði einn lögreglumanna Pauline að standa upp og fara. Hún sagði að sér væri illt, og treysti sér ekki til að standa á fætur og ganga í gegnum þvöguna. Pauline segir manninn hafa tekið sig upp og sleppt sér niður á jörðina. Hún hafi ekki getað staðið upp af sjálfsdáðum, og hafi kallað á hjálp. Hún segir lögreglukonu og ljósmyndara á vegum lögreglu hafa komið sér til hjálpar og stutt sig út úr garðinum. Þau hafi verið afar elskuleg og farið með sig út í sjúkrabíl. Kært til barnaverndarnefndarMYND/VILHELM GUNNARSSONPauline segist þá hafa frétt af því að systir kærasta hennar hafi séð lögreglu leiða Patrick burt í sjónvarpinu. Vinur hennar sækir hana og þau keyra rakleiðis upp á lögreglustöð að sækja drenginn. Vegna þess hve Pauline var illt fór vinur hennar inn að sækja drenginn. Pauline segir hann hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að mál drengsins verði kært til barnaverndarnefndar.„Hann stendur tuttugu metra frá mér, bendir á mig og þeir taka hann burt. Og svo ætla þeir að kæra mig?," segir Pauline, sem sjálf hugleiðir að kæra lögreglu fyrir framferðið. Meðal annars hafi Patrick verið klæddur úr bol sem hann var í, og skoðaður, nokkuð sem hún segir Patrick hafa þótt afar vandræðalegt. Hefur fullan rétt á að hafa skoðunMYND/VILHELM GUNNARSSONPauline segist ekki sammála þeim sem segja að svo ung börn eigi ekki erindi á mótmælafundi. Patrick hafi þungar áhyggjur af ástandinu í þjóðfélaginu, og vilji mótmæla. „Börn sjá fréttirnar líka. Það versta fyrir þau er að geta ekkert gert í málunum," segir Pauline, og bætir við að Patrick hafi ekki stafað hætta frá mótmælendum, einungis lögreglu.„Sjáðu byltinguna í Úkraínu. Fólkið fór með alla fjölskylduna sína og það gerði það að verkum að ráðamenn sáu að sér," segir Pauline, sem finnst Patrick auk þess hafa fullan rétt á að hafa skoðun á málunum: „Það er hann sem á eftir að borga fyrir þetta ástand það sem eftir er ævinnar," segir Pauline.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira