Erlent

Bretar leita óþekktra sjávardýra

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þessi mynd er tekin á yfir 300 metra dýpi í Atlantshafinu og sýnir humar spóka sig innan um kóralla.
Þessi mynd er tekin á yfir 300 metra dýpi í Atlantshafinu og sýnir humar spóka sig innan um kóralla. MYND/AP

Breska hafrannsóknarstofnunin hyggst gera út leiðangur til að leita að áður óþekktum lífverum á miklu dýpi á suðrænum hafsvæðum. Rannsóknarskipið James Cook mun til að mynda kanna lífheiminn í átta kílómetra djúpri gjá við Cayman-eyjar sem ekki hefur verið könnuð áður en hún kveikti einmitt hugmyndina að kvikmynd James Cameron, The Abyss. John Copley, sem stjórnar leiðangrinum, segir að meira en helmingur plánetunnar sé hulinn vatni sem er yfir þrír kílómetrar á dýpt og ótrúlega lítið sé vitað um það líf sem þrífst á svo miklu dýpi. Hann segir helmingslíkur á því að tegund sem finnist á svo miklu dýpi hafi aldrei sést áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×