Innlent

Tillögufrestur rennur út í dag

Heimssýning verður í Sjanghæ árið 2010.
Heimssýning verður í Sjanghæ árið 2010.
Frestur til að skila inn tillögum vegna hönnunar sýningarskála Íslands á heimssýningunni í Kína, EXPO 2010, rennur út í dag. Fimm fyrirspurnir um verkefnið bárust Ríkiskaupum áður en frestur til fyrirspurna rann út. Leigður verður 500 fermetra skáli fyrir Ísland á svæði með hinum Norðurlöndunum. Eftir að kreppan hófst var ákveðið að framlag ríkisins verði um það bil aðeins þriðjungur af því sem var áætlað. Ríkið muni þannig verja um 150 milljónum í sýninguna og fá þess utan framlög frá fyrirtækjum. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×