Erlent

Illa gengur að loka Guantanamo

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Illa virðist ætla að ganga að loka Guantanamo-fangelsinu á Kúbu. Barack Obama Bandaríkjaforseti lofaði því að fangelsinu yrði lokað í dag en þau fyrirheit virðast ekki ætla að ganga eftir. Þess í stað var greint frá því í gær að nýstofnuð nefnd hefði sex mánuði til þess að loka fangelsinu og koma þeim föngum sem þar dveljast eitthvert annað. Um 240 fangar dveljast nú í Guantanamo og er alls óvíst um örlög þeirra. Embættismenn vísa hver á annan þegar fjölmiðlar reyna að grennslast fyrir um hvað verður um fangana og eru þó nokkrir þeirra þegar farnir að halda því fram að stjórn Baracks Obama sé farin að höggva í sama knérunn og stjórn George Bush sem sat á valdastóli á undan honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×