Innlent

Meiri kjörsókn á Suðurlandi en síðast

Kjörsókn er með ágætum á Suðurlandi.
Kjörsókn er með ágætum á Suðurlandi.

Alls voru 18870 búnir að kjósa klukkan 18:00 á Suðurlandi samkvæmt tölum frá kjörstjórn. Það eru 1447 fleiri en kusu á sama tíma fyrir tveimur árum síðan eða 17423.

Alls voru 58,05 prósent því búnir að kjósa klukkan sex, eða 1,1 prósent fleiri en í síðustu alþingiskosningum.

Búast má við frekari tölum um kjörsókn klukkan níu.

Suðurkjördæmi er gríðarlega víðfemt en eftirtalin bæjarfélög tilheyra kjördæminu:

Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Vestmannaeyjabær, Flóahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Vogar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×