Ökufantur: „Ég treysti bara ekki lögreglunni" 7. apríl 2009 20:25 Lögreglumenn brutu allar rúður bílsins og drógu bílstjórann út. „Ég var á þunglyndislyfjum en ég má aka hvaða bifreið sem er á þeim," segir tuttugu og fimm ára gamall maður sem var handtekinn í gær eftir mikla eftirför lögreglu sem spannaði allt frá Bústaðavegi langt inn í Grafavog. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið og hefur nú verið kærður fyrir margvísisleg umferðalagabrot auk þess að stofna almenningi í hættu. Sjálfur segist hann hafa ekið á brott eftir að lögreglan skipaði honum að fara yfir í lögreglubifreið, án þess að tiltaka hvers vegna. „Ég treysti bara ekki lögreglunni," segir hann en þvertekur fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Hann játar að hann hafi áður neytt fíkniefna, það geri hann ekki í dag. Hann hafi farið í meðferð og stundi nú nám. Sjálfur reynir hann að byggja upp líf sitt en atvikið í gærkvöldi hafi komið sem reiðarslag. Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki hlýtt lögreglu þegar hún skipaði honum að færa sig yfir í lögreglubifreiðina svarar hann því til að hún hafi neitað að útskýra fyrir honum af hverju hann hafi verið stöðvaður. „Ég viðurkenni það að ég verð þurr í munninum og stressaður og svona, og þá kannski halda þeir að eitthvað hafi verið í gangi," segir hann spurður hvort lögreglan hafi haft einhverja ástæðu til þess að stöðva hann. Hann segist hafa spurt ítrekað hvers vegna þeir vildu að hann færi með þeim og sagðist engin svör hafa fengið. Í kjölfarið hafi hann tekið þá undarlegu ákvörðun að keyra í burtu. „Ég sagðist bara ekki nenna þessu," segir hann en samskipti hans við lögregluna stóðu yfir í allt að fimm mínútur að hans sögn. Þegar hann fór af stað hóf lögreglan eftirförina með fyrrgreindum afleiðingum. „Þeir mölvuðu rúðuna og ég fékk glerbrot í andlitið," segir hann um endalok eftirfararinnar. Þá brutu lögreglumenn allar rúður í bílnum og drógu hann svo út um gluggann bílstjóramegin. Sjálfur rispaðist hann í andlitið þegar glerbrotin splundruðust inn í bílinn. Aðspurður hvað hann hugðist gera þegar hann ók á brott, með allt að tíu lögreglubifreiðar á eftir sér, svarar hann: „Ég veit það ekki. Ég ætlaði bara að komast heim, ég var ekki búinn að hugsa svo langt." Sjálfur telur hann framferði lögreglunnar hafa verið hættulegt, að veita honum eftirförina með þessum hætti það er að segja. Nú er bíllinn hans ónýtur en hana notaði hann til þess að komast í skóla. Sjálfur þurfti hann að gista fangageymslur lögreglunnar síðastliðna nótt. Hann segist hafa beðið lögregluna um að láta foreldra sína vita hvar hann væri niður kominn, það hafi hún hinsvegar ekki gert. Það þyki honum slæleg vinnubrögð og er móðir hans sár vegna þessa. Spurður hvort hann finni ekki til neinnar ábyrgðar vegna málsins, segist hann gera það. Það að hafa ekið af stað var vanhugsað að hans mati og hefur kostað hann bílinn auk þess sem hann var í lífshættu á meðan eftirförinni stóð. „Af hverju gátu þeir ekki bara romsað út úr sér afhverju þeir vildu mig í bílinn," segir hann að lokum þegar hann hugsar til upphafsins að endinum. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Ég var á þunglyndislyfjum en ég má aka hvaða bifreið sem er á þeim," segir tuttugu og fimm ára gamall maður sem var handtekinn í gær eftir mikla eftirför lögreglu sem spannaði allt frá Bústaðavegi langt inn í Grafavog. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið og hefur nú verið kærður fyrir margvísisleg umferðalagabrot auk þess að stofna almenningi í hættu. Sjálfur segist hann hafa ekið á brott eftir að lögreglan skipaði honum að fara yfir í lögreglubifreið, án þess að tiltaka hvers vegna. „Ég treysti bara ekki lögreglunni," segir hann en þvertekur fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Hann játar að hann hafi áður neytt fíkniefna, það geri hann ekki í dag. Hann hafi farið í meðferð og stundi nú nám. Sjálfur reynir hann að byggja upp líf sitt en atvikið í gærkvöldi hafi komið sem reiðarslag. Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki hlýtt lögreglu þegar hún skipaði honum að færa sig yfir í lögreglubifreiðina svarar hann því til að hún hafi neitað að útskýra fyrir honum af hverju hann hafi verið stöðvaður. „Ég viðurkenni það að ég verð þurr í munninum og stressaður og svona, og þá kannski halda þeir að eitthvað hafi verið í gangi," segir hann spurður hvort lögreglan hafi haft einhverja ástæðu til þess að stöðva hann. Hann segist hafa spurt ítrekað hvers vegna þeir vildu að hann færi með þeim og sagðist engin svör hafa fengið. Í kjölfarið hafi hann tekið þá undarlegu ákvörðun að keyra í burtu. „Ég sagðist bara ekki nenna þessu," segir hann en samskipti hans við lögregluna stóðu yfir í allt að fimm mínútur að hans sögn. Þegar hann fór af stað hóf lögreglan eftirförina með fyrrgreindum afleiðingum. „Þeir mölvuðu rúðuna og ég fékk glerbrot í andlitið," segir hann um endalok eftirfararinnar. Þá brutu lögreglumenn allar rúður í bílnum og drógu hann svo út um gluggann bílstjóramegin. Sjálfur rispaðist hann í andlitið þegar glerbrotin splundruðust inn í bílinn. Aðspurður hvað hann hugðist gera þegar hann ók á brott, með allt að tíu lögreglubifreiðar á eftir sér, svarar hann: „Ég veit það ekki. Ég ætlaði bara að komast heim, ég var ekki búinn að hugsa svo langt." Sjálfur telur hann framferði lögreglunnar hafa verið hættulegt, að veita honum eftirförina með þessum hætti það er að segja. Nú er bíllinn hans ónýtur en hana notaði hann til þess að komast í skóla. Sjálfur þurfti hann að gista fangageymslur lögreglunnar síðastliðna nótt. Hann segist hafa beðið lögregluna um að láta foreldra sína vita hvar hann væri niður kominn, það hafi hún hinsvegar ekki gert. Það þyki honum slæleg vinnubrögð og er móðir hans sár vegna þessa. Spurður hvort hann finni ekki til neinnar ábyrgðar vegna málsins, segist hann gera það. Það að hafa ekið af stað var vanhugsað að hans mati og hefur kostað hann bílinn auk þess sem hann var í lífshættu á meðan eftirförinni stóð. „Af hverju gátu þeir ekki bara romsað út úr sér afhverju þeir vildu mig í bílinn," segir hann að lokum þegar hann hugsar til upphafsins að endinum.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira