Innlent

Félagsmálaráðherra telur óráðlegt að hækka hámarkslán til íbúðakaupa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Páll Árnason vill ekki hækka hámarkslán íbúðalánasjóðs. Mynd/ Vilhelm.
Árni Páll Árnason vill ekki hækka hámarkslán íbúðalánasjóðs. Mynd/ Vilhelm.
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segist ekki telja ráðlegt að hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs úr 20 milljónum í 30 milljónir. Þetta sagði Árni Páll Árnason í ræðu undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag.

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði ráðherrann hvað ætti að gera til þess að örva fasteignamarkaðinn. Guðmundur sagði að nú væri lag að hækka hámarkslánin og afnema stimpilgjöld til að örva markaðinn.

Árni Páll sagðist hafa efasemdir um að rétt væri að breyta Íbúðalánasjóði úr öryggissjóði í lánastofnun sem láni fyrir mjög dýru húsnæði við þær aðstæður sem nú ríktu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×