Erlent

Tugir fastir í brennandi námugöngum

Óli Tynes skrifar

Yfir 70 kolanámumenn fórust í sprengingu í Sjangsi héraði í Kína í morgun. Níutíu og sex til viðbótar eru í námunni.

Einhverjir þeirra hafa haft samband við ættingja sína í farsíma og er nú ákaft reynt að bjarga þeim. Björgunarstarf er hinsvegar erfitt þar sem eldar loga ennþá í göngunum.

Námuslys eru tíð og mannskæð í Kína. Á síðasta ári fórust þar yfir 3200 námumenn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×