Óþarfi að slá alla umræðu út af borðinu 14. október 2009 06:00 Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir mikilvægt að opnað sé á umræðu um óhefðbundnar leiðir í því óhefðbundna ástandi sem nú ríkir. fréttablaðið/vilhelm „Það sem við erum að reyna að gera er að velta upp mögulegum leiðum að lausnum,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um þá hugmynd að lífeyrissjóðirnir komi að lausn Icesave-deilunnar með láni til ríkisins. Finnur segist ekki vilja deila við Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, heldur velta upp hugmyndum að mögulegri þátttöku lífeyrissjóðanna í því endurreisnarstarfi sem fram undan sé. Í Fréttablaðinu í gær sagði Hrafn að hugmynd Viðskiptaráðs væri „alveg galin“. Hann sagði að hugmyndin þýddi að það yrði gegnumstreymi í lífeyrissjóðunum, áhættan myndi stóraukast og mögulega þyrfti að skerða réttindi sjóðsfélaga. Raunveruleg hætta yrði á því að lífeyrissjóðirnir yrðu þjóðnýttir. Þá skipti miklu fyrir lífeyrissjóðina að vera með hluta eigna sinna erlendis. „Það er óþarfi að slá alla umræðu út af borðinu,“ segir Finnur. „Við tökum fram að þetta dregur úr áhættudreifingu lífeyrissjóðanna. Í þessari aðgerð þarf ekki endilega að felast einhver breyting á því að hluti eignanna verði raunverulega erlendur þar sem eignasafn Landsbankans er erlent eignasafn. Það yrði lagt til grundvallar við endurheimtur þessa láns. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lífeyrissjóðirnir fái safnið á sanngjörnu verði og sjái síðan sjálfir um að hámarka virði þess.“ Finnur segist ekki sjá að með þessu verði lífeyrissjóðunum breytt í gegnumstreymiskerfi. „Þetta er ekki breyting í þá átt frekar en kaup lífeyrissjóðanna á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum Íbúðalánasjóðs.“ „Aðalatriðið er að í þessu óhefðbundna ástandi opnum við á umræðu um óhefðbundnar leiðir. Það er ekkert sem hefur komið fram sem sýnir fram á að þessi leið sé ekki þess virði að skoða hana.“ Ólafi Ísleifssyni, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, líst ekki vel á hugmynd Viðskiptaráðs. „Þetta er mjög varhugavert,“ segir Ólafur. „Sjóðirnir þurfa að gæta hagsmuna sinna sjóðsfélaga. Það sem varð þeim til bjargar voru þeirra erlendu eignir sem eru þeim ákveðið haldreipi.“ trausti@frettabladid.is Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Það sem við erum að reyna að gera er að velta upp mögulegum leiðum að lausnum,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um þá hugmynd að lífeyrissjóðirnir komi að lausn Icesave-deilunnar með láni til ríkisins. Finnur segist ekki vilja deila við Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, heldur velta upp hugmyndum að mögulegri þátttöku lífeyrissjóðanna í því endurreisnarstarfi sem fram undan sé. Í Fréttablaðinu í gær sagði Hrafn að hugmynd Viðskiptaráðs væri „alveg galin“. Hann sagði að hugmyndin þýddi að það yrði gegnumstreymi í lífeyrissjóðunum, áhættan myndi stóraukast og mögulega þyrfti að skerða réttindi sjóðsfélaga. Raunveruleg hætta yrði á því að lífeyrissjóðirnir yrðu þjóðnýttir. Þá skipti miklu fyrir lífeyrissjóðina að vera með hluta eigna sinna erlendis. „Það er óþarfi að slá alla umræðu út af borðinu,“ segir Finnur. „Við tökum fram að þetta dregur úr áhættudreifingu lífeyrissjóðanna. Í þessari aðgerð þarf ekki endilega að felast einhver breyting á því að hluti eignanna verði raunverulega erlendur þar sem eignasafn Landsbankans er erlent eignasafn. Það yrði lagt til grundvallar við endurheimtur þessa láns. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lífeyrissjóðirnir fái safnið á sanngjörnu verði og sjái síðan sjálfir um að hámarka virði þess.“ Finnur segist ekki sjá að með þessu verði lífeyrissjóðunum breytt í gegnumstreymiskerfi. „Þetta er ekki breyting í þá átt frekar en kaup lífeyrissjóðanna á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum Íbúðalánasjóðs.“ „Aðalatriðið er að í þessu óhefðbundna ástandi opnum við á umræðu um óhefðbundnar leiðir. Það er ekkert sem hefur komið fram sem sýnir fram á að þessi leið sé ekki þess virði að skoða hana.“ Ólafi Ísleifssyni, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, líst ekki vel á hugmynd Viðskiptaráðs. „Þetta er mjög varhugavert,“ segir Ólafur. „Sjóðirnir þurfa að gæta hagsmuna sinna sjóðsfélaga. Það sem varð þeim til bjargar voru þeirra erlendu eignir sem eru þeim ákveðið haldreipi.“ trausti@frettabladid.is
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira