Erlent

Sósíalistaræða Obama: Haldið áfram í skóla

Barack Obama.
Barack Obama.

Gríðarlega umdeild ræða forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, til skólabarna hefur verið gerð opinber. Það að Obama ætlaði að ávarpa skólabörn í Bandaríkjunum hafa vakið gríðarlegar deilur hagsmunahópa í landinu. Hafa sumir gengið svo langt að halda því fram að hann hygðist smita börnin af sósialískri hugmyndafræði sinni.

Nú er komið í ljós að inntak ræðunnar er hvatning til skólabarna að stunda nám sitt af kappi.

„Það hættir enginn í skóla og fer beint í gott starf," varaði Obama skólabörnin við og var greint frá á Fox news. Í ræðunni segir hann við skólabörnin að bakgrunnur þeirra og efnahagslegar aðstæður fjölskyldunnar sé engin afsökun fyrir því að nemar ættu ekki að stunda það nám sem þeir stunda af kappi.

Hann segir námið þó ekki endanlega ákvarða framtíð fólks og bætti við: „Enginn hefur ákveðið örlög ykkar. Hér, í Bandaríkjunum, stjórnið þið ykkar eigin örlögum. Þið skapið ykkar eigin framtíð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×