Enski boltinn

Uppsögnin kom Adams á óvart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tony Adams, fyrrum knattspyrnustjóri Portsmouth.
Tony Adams, fyrrum knattspyrnustjóri Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Tony Adams sagði að það hafi komið sér á óvart að hann hafi verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth.

Adams tók við starfinu af Harry Redknapp í október síðastliðnum en undir hans stjórn vann liðið aðeins tvo af sextán leikjum.

„Þetta kom mér svolítið á óvart en úrslitin hafa ekki verið góð. Ég hef ekki fengið mikinn tíma og svo sannarlega ekki fjárhagslegan stuðning. Nokkrir leikmenn urðu líka fyrir meiðslum og er erfitt að takast á við það. En mér finnst ég enn geta tekist á við þessa áskorun og hef ég því blendnar tilfinningar."

Portsmouth tapaði fyrir Liverpool um helgina, 3-2, eftir að hafa verið með 2-1 forystu þegar skammt var til leiksloka.

„Strákarnir lögðu hart að sér um helgina og ég verð líka að þakka stuðningsmönnunum kærlega fyrir. Mér fannst þeir vera frábærir allan leikinn og sýndu bæði liðinu og mér mikinn stuðning."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×