Erlent

Sómalíustjórn þarf aðstoð til að halda velli

Undanfarið hafa átök geisað í höfuðborginni. Mynd/AFP
Undanfarið hafa átök geisað í höfuðborginni. Mynd/AFP

Ahmedou Ould Abdallah, æðsti erindreki Sameinuðu þjóðanna gagnvart Sómalíu, segir Sómalíustjórn á tímamótum og þurfi á erlendri aðstoð að halda, eigi hún að halda velli.

Tveir hópar íslamskra uppreisnarmanna vinna hörðum höndum að því að steypa stjórninni með vopnavaldi. „Meirihluti þjóðarinnar hafnar ofbeldi og þeim sem standa að því," sagði Abdallah á fundi í öryggisráðinu. „Þess vegna skiptir stuðningur alþjóðasamfélagsins máli."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×