Fótbolti

Ólafur og Hermann völdu báðir Messi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Landsliðsþjálfarinn og landsliðsfyrirliðinn voru samstíga í kjöri FIFA.
Landsliðsþjálfarinn og landsliðsfyrirliðinn voru samstíga í kjöri FIFA. Mynd/Stefán

Lionel Messi var kjörinn besti knattspyrnumaður heims með miklum yfirburðum. Hann fékk meðal annars fullt hús á báðum atkvæðaseðlunum frá Íslandi.

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari og Hermann Hreiðarsson settu báðir Messi í efsta sætið hjá sér.

Þeir voru einnig sammála um þriðja sætið þar sem Andres Iniesta var hjá þeim báðum.

Ólafur setti Wayne Rooney aftur á móti í annað sætið hjá sér á meðan Hermann setti Portúgalann Cristiano Ronaldo númer tvö hjá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×