Segir skötuselsákvæðið ekki klæðskerasniðið fyrir sig Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2009 18:45 Sex vikum áður en sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp í gær um nýstárlega úthlutun skötuselskvóta keypti Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, þrjátíu tonna bát til að gera út á skötusel. Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, er nú sérlegur ráðgjafi ráðherra um breytingar á kvótakerfinu.Báturinn var áður hrefnuveiðibáturinn Njörður en nafnið breyttist í Salka GK í byrjun október þegar Grétar Mar fékk hann. Hann segist hafa greitt fimm milljónir fyrir kvótalausan bátinn en sjálfur var Grétar frumkvöðull í skötuselsveiðum við Reykjanes fyrir sex árum.Grétar segist bæði og hafa keypt bátinn með það í huga að veiða skötusel en fyrst og fremst út af fyrningunni sem boðuð var, bæði fyrir og eftir kosningar.Á heimasíðu Frjálslynda flokksins er skötuselsákvæðinu lýst sem fyrsta gatinu á kvótakerfinu og tekið fram að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, hafi átt stóran hlut að máli í framgangi þessa jákvæða skrefs en Guðjón var í ágústmánuði ráðinn í sjávarútvegsráðuneytið til að undirbúa breytingar á fiskveiðilöggjöfinni.Grétar jánkar því að hann hafi haft vitneskju um það sem var í vændum í gegnum Guðjón en tekur fram að talað hafi verið um þetta strax eftir kosningar. Hann kveðst þekkja Jón Bjarnason sjálfan og hafi ekki þurft að nota Guðjón sem neinn milligöngumann í því. Jón hafi talað um að taka skötusel út úr kvóta, sem og rækju, sem hafi ekki orðið ennþá.Kílóið af þessum verðmæta fiski selst nú á um 600 krónur. Ákvæði frumvarpsins, sem lagt var fram í gær, um að viðbótarkvóta í skötusel verði úthlutað til nýrra aðila gegn 120 króna gjaldi, segir Grétar að brjóti blað í sögu kvótakerfisins.Spurður hvort skötuselsákvæðið væri nokkuð klæðskerasniðið fyrir hann, svarar Grétar að hann vildi að svo væri, - en svo sé ekki. Hann kveðst hafa verið án atvinnu og hafi þurft að búa sér til atvinnu sjálfur. Þetta sé það sem hann kunni; að veiða fisk. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Sex vikum áður en sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp í gær um nýstárlega úthlutun skötuselskvóta keypti Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, þrjátíu tonna bát til að gera út á skötusel. Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, er nú sérlegur ráðgjafi ráðherra um breytingar á kvótakerfinu.Báturinn var áður hrefnuveiðibáturinn Njörður en nafnið breyttist í Salka GK í byrjun október þegar Grétar Mar fékk hann. Hann segist hafa greitt fimm milljónir fyrir kvótalausan bátinn en sjálfur var Grétar frumkvöðull í skötuselsveiðum við Reykjanes fyrir sex árum.Grétar segist bæði og hafa keypt bátinn með það í huga að veiða skötusel en fyrst og fremst út af fyrningunni sem boðuð var, bæði fyrir og eftir kosningar.Á heimasíðu Frjálslynda flokksins er skötuselsákvæðinu lýst sem fyrsta gatinu á kvótakerfinu og tekið fram að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, hafi átt stóran hlut að máli í framgangi þessa jákvæða skrefs en Guðjón var í ágústmánuði ráðinn í sjávarútvegsráðuneytið til að undirbúa breytingar á fiskveiðilöggjöfinni.Grétar jánkar því að hann hafi haft vitneskju um það sem var í vændum í gegnum Guðjón en tekur fram að talað hafi verið um þetta strax eftir kosningar. Hann kveðst þekkja Jón Bjarnason sjálfan og hafi ekki þurft að nota Guðjón sem neinn milligöngumann í því. Jón hafi talað um að taka skötusel út úr kvóta, sem og rækju, sem hafi ekki orðið ennþá.Kílóið af þessum verðmæta fiski selst nú á um 600 krónur. Ákvæði frumvarpsins, sem lagt var fram í gær, um að viðbótarkvóta í skötusel verði úthlutað til nýrra aðila gegn 120 króna gjaldi, segir Grétar að brjóti blað í sögu kvótakerfisins.Spurður hvort skötuselsákvæðið væri nokkuð klæðskerasniðið fyrir hann, svarar Grétar að hann vildi að svo væri, - en svo sé ekki. Hann kveðst hafa verið án atvinnu og hafi þurft að búa sér til atvinnu sjálfur. Þetta sé það sem hann kunni; að veiða fisk.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira