Innlent

Þriðjungur allra flugslysa í Afríku

Flug. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Flug. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Flugferðir yfir Aríku eru aðeins lítið brot af allri flugumferð í heiminum, telur um 4%, en hins vegar verður þriðjungur allra flugslysa í heiminum í Afríku, að því er fram kom á þriggja daga fundi um flugöryggismál í höfuðborg Tógó og greint er frá í tímariti Þróunarsamvinnustofnunar.

Ákveðið var á fundinum í Tógó að herða á reglum um öryggi og hefja formlegt samstarf um rannsóknir flugslysa. Skýringar á flugslysum í Afríku eru meðal annars þær að flugvélakosturinn er lélegur, viðhaldið ófullnægjandi og öryggisstöðlum ekki fylgt. Grunngerð samfélaga er einnig áfátt og neyðarþjónusta oft takmörkuð en bæði þessi atriði auka líkurnar á miklu manntjóni í flugslysum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×