Enski boltinn

Forráðamenn City neita að hafa boðið í Eto´o

Nordic Photos/Getty Images

Bresku blöðin greindu frá því í dag að forráðamenn Manchester City og Barcelona hefðu átt fund vegna áhuga enska félagsins á því að kaupa framherjann Samuel Eto´o fyrir metfé.

Forráðamenn City hafa hinsvegar neitað þessu í samtali við Sky.

Eto´o hefur leikið mjög vel með Barcelona að undanförnu og á 14 mánuði eftir af samningi sínum við Katalóníufélagið. Hann er 28 ára gamall.

Breskir miðlar héldu því fram að City ætlaði að bjóða allt að 40 milljónir punda í kappann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×