Erlent

Forgangsverkefni að sinna Afganistan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri NATO. Mynd/ AFP.
Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri NATO. Mynd/ AFP.
Forgangsverkefni NATO hlýtur að vera stríðið í Afganistan og að semja við hófsama menn úr röðum Talibana, segir Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri NATO.

Hann tók formlega við embætti nú um mánaðamótin af Jaap De Hoop Scheffer. Við það tækifæri sagði hann að NATO þyrfti að koma í veg fyrir að Afganistan yrði á ný einhversskonar aðalstöð fyrir alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi.

Þá sagði Anders Fogh að annað forgangsverkefni væri að bæta samskipti við Rússland, en tók jafnframt fram að það yrði erfitt verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×