Innlent

Lúxusbílar Kaupþings seldir með 75% afslætti

Höskuldur Kári Schram skrifar

Algengur afsláttur af lúxusbílum í dag er á bilinu 30 til 40 prósent að sögn eiganda bílsölu. Útlendingar fá aftur á móti helmings afslátt af slíkum bílum. Kaupþing seldi sinn bílaflota með allt að 75 prósenta afslætti.

Viðskiptabankarnir þrír áttu stóran lúxubílaflota sem stjórnendur höfðu afnot af. Kaupþing átti þar af um fimmtíu bíla sem Nýja Kaupþing tók yfir eftir að bankinn hrundi. Stjórn Nýja Kaupþings byrjaði að selja bifreiðarnar í nóvember á síðasta ári en þeir voru bæði seldir einstaklingum og fyrirtækjum. Bílasalan Úranus keypti til að mynda um 25 bíla af bankanum.

Líkt og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær var bílaflotinn metinn á um 400 milljónir króna samkvæmt heimildum fréttastofu. Sömu heimildir herma að bankinn hafi selt bílana á um 100 milljónir króna eða með 75 prósenta afslætti.

Þessu neitaði Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, í samtali við fréttastofu í gær og sagði að bílarnir hefðu verið seldir með 30 prósenta afslætti að meðaltali.

Eigandi bílasölu Reykjavíkur segir algengt að lúxubílar séu nú seldir með verulegum afslætti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×