Innlent

Verða ekki við beiðni fjármálaráðherra

Magnús Gunnarsson og Valur Valsson.
Magnús Gunnarsson og Valur Valsson.

Valur Valsson og Magnús Gunnarsson stjórnarformenn Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings ætla ekki að verða við beiðni fjármálaráðherra og sitja áfram. Þetta kemur fram í bréfi sem þeir sendu fjármálaráðherra í dag. Þeir þakka traust Steingríms en telja mikilvægt að eyða allri óvissu um stjórn bankanna sem fyrst. Í ljósi þess telja þeir rétt að víkja til hliðar og skapa með því svigrúm til mannabreytinga.

Bréf Vals og Magnúsar má sjá hér að neðan:

„Við höfðum móttekið bréf yðar dag. 10.febrúar sl. og þökkum traust yðar.

Eins og við ræddum um á fundi okkar 6. febrúar s.l. og sem fram kom í afsagnarbréfi okkar í gær þá er það okkar skoðun að það sé hag bankanna fyrir bestu að fyrirsjáanlegar breytingar á bankastjórnum verði nú þegar en bíði ekki fram til aðalfunda í aprílmánuði.

Mikilvægt er að allri óvissu um stjórn bankanna sé eytt sem fyrst og þess vegna teljum við rétt að víkja til hliðar og skapa með því svigrúm til mannabreytinga. Við stöndum því við bréf okkar frá því í gær."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×