Innlent

Efast um hvort eðlilegt sé að breska fjársvikadeildin hjálpi Íslendingum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra setur spurningamerki við aðstoð fjársvikadeildar Breta
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra setur spurningamerki við aðstoð fjársvikadeildar Breta
„Er það eftirsóknarvert, sem enginn gagnrýnir núna, að rannsóknardeild um alvarleg fjársvikamál í Bretlandi komi hér og skipti sér af málefnum okkar banka?" Þessarar spurningar spyr Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra í viðtali við Netvarpið.

„Nú virðast allir tala um það eins og það sé bara eðlilegt að eiga sem nánust samskipti við þessa fjársvikadeild. Og ætli hún hafi ekki komið að þeirri ákvörðun sem Bretar tóku á sínum tíma og verið spurð eða verið leitað hennar ráða þegar Bretar tóku þá ákvörðun að setja okkur á hryðjuverkalista," segir Björn í viðtalinu.

Björn segist þó ekki endilega vera á móti því að fjársvikadeildin aðstoði Íslendinga. Hins vegar þurfi menn að spyrja þessarar spurningar, sér í lagi ef menn eru að velta fyrir sér úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu vegna framkomu Breta við Íslendinga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×