Gunnar Eyjólfsson bræðir jafnvel hörðustu menn 17. apríl 2009 07:00 Gunnar Eyjólfsson hefur hreyft við mörgum sem skipstjórinn Jónatan í Hart í bak. Honum hefur meðal annars verið gefinn skipstjórabúningur af huldumanni sem hann auglýsir nú eftir. Fréttablaðið/Valli Gunnar Eyjólfsson hefur farið slíkum hamförum í hlutverki skipstjórans í leikverkinu Hart í bak að jafnvel hörðustu mönnum hefur vöknað um augu. Honum barst nýverið skipstjórabúningur frá huldumanni sem hann auglýsir nú eftir. „Ég ætla að leika í þessum búningi í síðustu sex sýningunum og langar til þess að bjóða þessum manni á sýningu," segir Gunnar Eyjólfsson stórleikari. Óhætt er hægt að segja að Gunnar hafi hreyft við mörgum sem skipstjórinn Jónatan sem siglir óskafleyi íslensku þjóðarinnar í strand. Hart í bak er eftir Jökul Jakobsson sem Gunnar þekkti persónulega og honum þykir augljóslega vænt um verkið sjálft sem var frumsýnt í október. „Það var maður sem hringdi í mig og sagðist hafa farið á sýninguna tvisvar, hann vildi þakka mér fyrir það að hafa vakið sig til vitundar um að hann væri ekki tilfinningalaus." Og Gunnari hafa einnig borist merkilegar og sögulegar gjafir. Nýverið kom maður og gaf honum skipstjórahúfu Jónasar Böðvarssonar sem stýrði um árabil Brúarfossi. Jónas tengist lífi Gunnars einnig með öðrum hætti því þegar leikarinn hélt sem ungur maður til Bretlands í ágúst 1945 þá sigldi hann með skipinu undir styrkri stjórn Jónasar. Um borð var þá einnig einn frægasti knattspyrnumaður þjóðarinnar og síðar ráðherra og alþingismaður, Albert Guðmundsson. „Og þegar við hjónin snerum aftur heim þá leigðum við okkar fyrstu íbúð af Jónasi og konu hans." Gunnar bætir því við í gríni að hann sé hins vegar eilítið höfuðstór og því sé nú unnið að því hörðum höndum að stækka aðeins húfuna. Önnur gjöf og ekki síður merkileg barst fyrir nokkru frá hálfgerðum huldumanni. En það var skipstjórabúningur sem Gunnar bregða sér í. „Stúlkurnar frammi í afgreiðslu tóku við búninginum en láðist að spyrja hann um nafn og hann lét sjálfur ekki nafns síns getið. Mig langar að hafa samband við hann og þakka honum fyrir þessa gjöf og fá að vita eitthvað meira um búninginn og þann sem klæddist honum," segir Gunnar, hrærður yfir þessum viðtökum. Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Gunnar Eyjólfsson hefur farið slíkum hamförum í hlutverki skipstjórans í leikverkinu Hart í bak að jafnvel hörðustu mönnum hefur vöknað um augu. Honum barst nýverið skipstjórabúningur frá huldumanni sem hann auglýsir nú eftir. „Ég ætla að leika í þessum búningi í síðustu sex sýningunum og langar til þess að bjóða þessum manni á sýningu," segir Gunnar Eyjólfsson stórleikari. Óhætt er hægt að segja að Gunnar hafi hreyft við mörgum sem skipstjórinn Jónatan sem siglir óskafleyi íslensku þjóðarinnar í strand. Hart í bak er eftir Jökul Jakobsson sem Gunnar þekkti persónulega og honum þykir augljóslega vænt um verkið sjálft sem var frumsýnt í október. „Það var maður sem hringdi í mig og sagðist hafa farið á sýninguna tvisvar, hann vildi þakka mér fyrir það að hafa vakið sig til vitundar um að hann væri ekki tilfinningalaus." Og Gunnari hafa einnig borist merkilegar og sögulegar gjafir. Nýverið kom maður og gaf honum skipstjórahúfu Jónasar Böðvarssonar sem stýrði um árabil Brúarfossi. Jónas tengist lífi Gunnars einnig með öðrum hætti því þegar leikarinn hélt sem ungur maður til Bretlands í ágúst 1945 þá sigldi hann með skipinu undir styrkri stjórn Jónasar. Um borð var þá einnig einn frægasti knattspyrnumaður þjóðarinnar og síðar ráðherra og alþingismaður, Albert Guðmundsson. „Og þegar við hjónin snerum aftur heim þá leigðum við okkar fyrstu íbúð af Jónasi og konu hans." Gunnar bætir því við í gríni að hann sé hins vegar eilítið höfuðstór og því sé nú unnið að því hörðum höndum að stækka aðeins húfuna. Önnur gjöf og ekki síður merkileg barst fyrir nokkru frá hálfgerðum huldumanni. En það var skipstjórabúningur sem Gunnar bregða sér í. „Stúlkurnar frammi í afgreiðslu tóku við búninginum en láðist að spyrja hann um nafn og hann lét sjálfur ekki nafns síns getið. Mig langar að hafa samband við hann og þakka honum fyrir þessa gjöf og fá að vita eitthvað meira um búninginn og þann sem klæddist honum," segir Gunnar, hrærður yfir þessum viðtökum.
Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira