Gunnar Eyjólfsson bræðir jafnvel hörðustu menn 17. apríl 2009 07:00 Gunnar Eyjólfsson hefur hreyft við mörgum sem skipstjórinn Jónatan í Hart í bak. Honum hefur meðal annars verið gefinn skipstjórabúningur af huldumanni sem hann auglýsir nú eftir. Fréttablaðið/Valli Gunnar Eyjólfsson hefur farið slíkum hamförum í hlutverki skipstjórans í leikverkinu Hart í bak að jafnvel hörðustu mönnum hefur vöknað um augu. Honum barst nýverið skipstjórabúningur frá huldumanni sem hann auglýsir nú eftir. „Ég ætla að leika í þessum búningi í síðustu sex sýningunum og langar til þess að bjóða þessum manni á sýningu," segir Gunnar Eyjólfsson stórleikari. Óhætt er hægt að segja að Gunnar hafi hreyft við mörgum sem skipstjórinn Jónatan sem siglir óskafleyi íslensku þjóðarinnar í strand. Hart í bak er eftir Jökul Jakobsson sem Gunnar þekkti persónulega og honum þykir augljóslega vænt um verkið sjálft sem var frumsýnt í október. „Það var maður sem hringdi í mig og sagðist hafa farið á sýninguna tvisvar, hann vildi þakka mér fyrir það að hafa vakið sig til vitundar um að hann væri ekki tilfinningalaus." Og Gunnari hafa einnig borist merkilegar og sögulegar gjafir. Nýverið kom maður og gaf honum skipstjórahúfu Jónasar Böðvarssonar sem stýrði um árabil Brúarfossi. Jónas tengist lífi Gunnars einnig með öðrum hætti því þegar leikarinn hélt sem ungur maður til Bretlands í ágúst 1945 þá sigldi hann með skipinu undir styrkri stjórn Jónasar. Um borð var þá einnig einn frægasti knattspyrnumaður þjóðarinnar og síðar ráðherra og alþingismaður, Albert Guðmundsson. „Og þegar við hjónin snerum aftur heim þá leigðum við okkar fyrstu íbúð af Jónasi og konu hans." Gunnar bætir því við í gríni að hann sé hins vegar eilítið höfuðstór og því sé nú unnið að því hörðum höndum að stækka aðeins húfuna. Önnur gjöf og ekki síður merkileg barst fyrir nokkru frá hálfgerðum huldumanni. En það var skipstjórabúningur sem Gunnar bregða sér í. „Stúlkurnar frammi í afgreiðslu tóku við búninginum en láðist að spyrja hann um nafn og hann lét sjálfur ekki nafns síns getið. Mig langar að hafa samband við hann og þakka honum fyrir þessa gjöf og fá að vita eitthvað meira um búninginn og þann sem klæddist honum," segir Gunnar, hrærður yfir þessum viðtökum. Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Gunnar Eyjólfsson hefur farið slíkum hamförum í hlutverki skipstjórans í leikverkinu Hart í bak að jafnvel hörðustu mönnum hefur vöknað um augu. Honum barst nýverið skipstjórabúningur frá huldumanni sem hann auglýsir nú eftir. „Ég ætla að leika í þessum búningi í síðustu sex sýningunum og langar til þess að bjóða þessum manni á sýningu," segir Gunnar Eyjólfsson stórleikari. Óhætt er hægt að segja að Gunnar hafi hreyft við mörgum sem skipstjórinn Jónatan sem siglir óskafleyi íslensku þjóðarinnar í strand. Hart í bak er eftir Jökul Jakobsson sem Gunnar þekkti persónulega og honum þykir augljóslega vænt um verkið sjálft sem var frumsýnt í október. „Það var maður sem hringdi í mig og sagðist hafa farið á sýninguna tvisvar, hann vildi þakka mér fyrir það að hafa vakið sig til vitundar um að hann væri ekki tilfinningalaus." Og Gunnari hafa einnig borist merkilegar og sögulegar gjafir. Nýverið kom maður og gaf honum skipstjórahúfu Jónasar Böðvarssonar sem stýrði um árabil Brúarfossi. Jónas tengist lífi Gunnars einnig með öðrum hætti því þegar leikarinn hélt sem ungur maður til Bretlands í ágúst 1945 þá sigldi hann með skipinu undir styrkri stjórn Jónasar. Um borð var þá einnig einn frægasti knattspyrnumaður þjóðarinnar og síðar ráðherra og alþingismaður, Albert Guðmundsson. „Og þegar við hjónin snerum aftur heim þá leigðum við okkar fyrstu íbúð af Jónasi og konu hans." Gunnar bætir því við í gríni að hann sé hins vegar eilítið höfuðstór og því sé nú unnið að því hörðum höndum að stækka aðeins húfuna. Önnur gjöf og ekki síður merkileg barst fyrir nokkru frá hálfgerðum huldumanni. En það var skipstjórabúningur sem Gunnar bregða sér í. „Stúlkurnar frammi í afgreiðslu tóku við búninginum en láðist að spyrja hann um nafn og hann lét sjálfur ekki nafns síns getið. Mig langar að hafa samband við hann og þakka honum fyrir þessa gjöf og fá að vita eitthvað meira um búninginn og þann sem klæddist honum," segir Gunnar, hrærður yfir þessum viðtökum.
Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira