Yrsu hrósað í Independent 17. apríl 2009 03:00 fÆR FRÁBÆRA DÓMA Yrsa Sigurðardóttir fær frábæra dóma fyrir bók sína Sér grefur gröf en dómur um bókina birtist í breska stórblaðinu The Independent. Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðardóttur er hrósað í hástert í breska stórblaðinu The Independent. Söguþráðurinn er sagður ákaflega spennandi og lýsingar Yrsu á íslensku landslagi einstakar. „Ekki hefur allt á Íslandi hrunið,“ eru upphafsorð gagnrýnanda The Independent, Jane Jakeman, um bók Yrsu Sigurðardóttur. „Glæpasagnalistin blómstrar eins og þessi „kuldalegi“ tryllir sannar,“ heldur Jakeman áfram en bætir við að í bakgrunni bókarinnar megi þó greina að rithöfundinum þyki eitthvað rotið í efnahagnum. Þetta er á pari við það sem aðrir bókmenntavefir hafa haldið fram um íslenska glæpasagnahöfunda en í nýlegri grein sem birtist á vefnum Library Journal spáðu nokkrir bandarískir bóksalar að glæpasögur frá Norðurlöndum ættu eftir að halda velgengni sinni áfram. Voru Yrsa og Arnaldur Indriðason þar sérstaklega nefnd á nafn ásamt sænska risanum Stieg Larsson. Sér grefur gröf er önnur bók Yrsu sem þýdd er yfir á ensku af Bernard heitnum Scudder, sem virðist hafa verið lykillinn að velgengni íslenskra glæpasagna í Bretlandi því hann þýddi einnig bækur Arnaldar Indriðasonar og var hrósað í hástert fyrir verk sín. Jakeman fer yfir söguþráð bókarinnar og virðist ákaflega hrifin af því sem hún les. Hún segir að bókin fari með lesandann í ferðalag um fortíð Íslands sem sé harðneskjuleg en ekki jafn fjarlæg og aðalpersóna bókarinnar, lögfræðingurinn Þóra Guðmundsdóttir, haldi í fyrstu. Þá hrósar Jakeman lýsingum Yrsu á landslagi Íslands, sem sé sérstakt og segir að söguþráðurinn sé frumlegur. Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira
Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðardóttur er hrósað í hástert í breska stórblaðinu The Independent. Söguþráðurinn er sagður ákaflega spennandi og lýsingar Yrsu á íslensku landslagi einstakar. „Ekki hefur allt á Íslandi hrunið,“ eru upphafsorð gagnrýnanda The Independent, Jane Jakeman, um bók Yrsu Sigurðardóttur. „Glæpasagnalistin blómstrar eins og þessi „kuldalegi“ tryllir sannar,“ heldur Jakeman áfram en bætir við að í bakgrunni bókarinnar megi þó greina að rithöfundinum þyki eitthvað rotið í efnahagnum. Þetta er á pari við það sem aðrir bókmenntavefir hafa haldið fram um íslenska glæpasagnahöfunda en í nýlegri grein sem birtist á vefnum Library Journal spáðu nokkrir bandarískir bóksalar að glæpasögur frá Norðurlöndum ættu eftir að halda velgengni sinni áfram. Voru Yrsa og Arnaldur Indriðason þar sérstaklega nefnd á nafn ásamt sænska risanum Stieg Larsson. Sér grefur gröf er önnur bók Yrsu sem þýdd er yfir á ensku af Bernard heitnum Scudder, sem virðist hafa verið lykillinn að velgengni íslenskra glæpasagna í Bretlandi því hann þýddi einnig bækur Arnaldar Indriðasonar og var hrósað í hástert fyrir verk sín. Jakeman fer yfir söguþráð bókarinnar og virðist ákaflega hrifin af því sem hún les. Hún segir að bókin fari með lesandann í ferðalag um fortíð Íslands sem sé harðneskjuleg en ekki jafn fjarlæg og aðalpersóna bókarinnar, lögfræðingurinn Þóra Guðmundsdóttir, haldi í fyrstu. Þá hrósar Jakeman lýsingum Yrsu á landslagi Íslands, sem sé sérstakt og segir að söguþráðurinn sé frumlegur.
Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira