Innlent

Sóknarbarn séra Gunnars: Fær martraðir um nætur

Gunnar Björnsson.
Gunnar Björnsson.
Móðir einnar stúlkunnar sem séra Gunnar Björnsson faðmaði, kyssti og strauk þannig að dómsmál varð úr, segir dóttur sína enn fá martraðir vegna málsins. Hún segir erfitt hvað það hafi dregist á langinn.

Séra Gunnar Björnsson sagði í fréttum í gær að hann hyggist kæra ákvörðun biskups um að færa hann til í starfi. Þar með hefst enn einn kaflinn í þessu erfiða máli sem hófst þegar Gunnar var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum úr söfnuðinum.

Móðir einnar stúlkunnar segir það ákaflega erfitt fyrir dóttur sína hvað málið hafi dregist á langinn. Hún treysti sér ekki í viðtal en sagði í samtali við fréttastofu í dag vonast til að málinu færi ljúka.

Fyrr gæti dóttir hennar ekki unnið sig frá málinu fyrir fullt og allt. Móðirin segir að þó að dóttir sín standi keik, stundi nám og gangi vel, fái hún enn martraðir og þurfi líklega aðstoð sérfræðinga til að ná fullum andlegum bata.

Móðirin vildi ekki tjá sig um viðbrögð Gunnars við nýlegri ákvörðun biskups, en sagði þó að fundur sem haldin var honum til stuðnings á selfossi um helgina, hafi verið sorglegur.

Foreldrar beggja stúlknanna báðu fréttastofu einnig um koma á framfæri þakklæti til sóknarnefndar Selfosskirkju og til Biskups fyrir að hafa staðið með dætrum þeirra þessu erfiða máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×