Viðtal við The Virgin Tongues: Rokk og ról byrjaði ekki með Elvis Anna Margrét Björnsson skrifar 4. maí 2009 16:35 MYND/Þórður Grímsson Eins og greint hefur verið frá í fréttum slasaðist söngvari bandarísku hljómsveitarinnar The Virgin Tongues alvarlega að morgni síðastliðins föstudags þegar hann féll út um glugga á fjórðu hæð húss við Skólavörðustíg. Söngvarinn Duncan McKnight er haldið sofandi í öndunarvél á Landspítalanum og segja læknar líðan hans stöðuga. Til stóð að sveitin spilaði með íslensku sveitinni Singapore Sling á laugardagskvöldið en af því varð auðvitað ekki. Í staðinn hljóp önnur sveit í skarðið og voru haldnir styrktartónleikar fyrir Duncan. Fréttablaðið birti um þarsíðustu helgi viðtal við meðlimi sveitarinnar og fer það hér á eftir: Bandaríska rokkhljómsveitin The Virgin Tongues hefur skapað sér stórt nafn í Berlín en að sögn Duncans McKnight, Michael Giddens og Nima Ashe þyrstir borgarbúa í annað en teknó. Anna Margrét Björnsson fékk þá í stutt spjall áður en þeir fljúga til Íslands en þeir spila á Sódómu Reykjavík um næstu helgi. The Virgin Tongues eru þrír ungir menn, tveir gítarar og eitt trommusett og spila „psychedelic" rokktónlist sem sækir áhrif sín til sjöunda áratugarins og hljómsveita eins og The Velvet Underground og The Jesus and Mary Chain. Allir þrír búa í suðupotti menningarinnar, Berlín, en hafa mjög ólíkan bakgrunn. Duncan: Ég ólst upp í eyðimörkinni í Kaliforníu og ferðaðist um í hjólhýsi með fjölskyldu minni. Micky: Pabbi minn er breskur og mamma mín grísk, og ég ólst upp í Þýskalandi og Bretlandi. Nima: Ég er hálf persneskur og foreldrar mínir voru hálfgert flökkufólk. Ég hef búið á ótal stöðum í Bandaríkjunum. Hvernig lágu leiðir ykkar saman? Duncan: Ég og Nima hittumst í partíi í eyðimörkinni fyrir þremur árum og urðum vinir. Okkur fór að leiðast í Kaliforníu og áttum áhugaverðan fund með stjörnuspekingi. Hann sagði okkur að flytja til Berlínar sem við gerðum. Við hittum Micky á bar og fannst hann svalur og þar með varð bandið til.Hvernig mynduð þið lýsa tónlistinni ykkar? Aðallega stórsmellir!En hvaðan sækið þið innblástur og hvað hlustið þið á?Nima: Við sækjum innblástur frá himintunglunum.Mickey: Við semjum lög um það sem er að gerast í lífi okkar. Þetta er bara tónlistin okkar. Við sækjum ekki endilega fyrirmyndir okkar til rokks og róls á tuttugustu öldinni heldur erum innblásnir af fólki eins og Oscar Wilde og Lord Byron. Rokk og ról byrjaði ekki með Elvis.Hver semur tónlistina í bandinu?Duncan: Við semjum hana allir saman.Þið eruð með nokkuð sérstakan og „psychedelic" fatastíl. Mynstraðar skyrtur, pelsar og síðir treflar. Hverjar eru tískufyrirmyndir ykkar?Nima: Engar sérstakar. Við bara stelum fötum frá vinkonum okkar.Hverjir voru skemmtilegustu tónleikar sem þið hafið spilað á?Mickey: Það var frábært að hita upp fyrir The Kills hér í Berlín.Lifir rokkið góðu lífi í Berlín?Mickey; Tónlistarsenan í Berlín er búin að snúast mikið um raf- og teknótónlist undanfarin ár. Við finnum sterkt fyrir því að borgarbúa þyrstir í hrátt og kraftmikið rokk og ról. Vonandi getum við skotið smá rokki aftur inn í senuna.Nima: Og glamúr líka.Hvernig kom það til að þið eruð að fara að spila í Reykjavík?Duncan: Við höfum alltaf haft gríðarlegan áhuga á Íslandi. Við elskum íslensku rokksveitina Singapore Sling og okkur langaði að koma og spila með þeim.Hvað vitið þið um Ísland?Duncan: Við erum ótrúlega spenntir fyrir ferðinni. Við vitum ekki mjög mikið um landið en við höfum kynnst svo mörgum frábærum Íslendingum hér í Berlín. Þetta hlýtur að vera frábært land.Hvað er svo á dagskrá hjá ykkur í sumar?Mickey: Við erum að ganga frá stórum plötusamningi og höldum svo áfram að túra. Eigið þið allir kærustur eða er enn von fyrir íslenskar stúlkur? Duncan: Það má alltaf halda í vonina.www.myspace.com/thevirgintongues Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá í fréttum slasaðist söngvari bandarísku hljómsveitarinnar The Virgin Tongues alvarlega að morgni síðastliðins föstudags þegar hann féll út um glugga á fjórðu hæð húss við Skólavörðustíg. Söngvarinn Duncan McKnight er haldið sofandi í öndunarvél á Landspítalanum og segja læknar líðan hans stöðuga. Til stóð að sveitin spilaði með íslensku sveitinni Singapore Sling á laugardagskvöldið en af því varð auðvitað ekki. Í staðinn hljóp önnur sveit í skarðið og voru haldnir styrktartónleikar fyrir Duncan. Fréttablaðið birti um þarsíðustu helgi viðtal við meðlimi sveitarinnar og fer það hér á eftir: Bandaríska rokkhljómsveitin The Virgin Tongues hefur skapað sér stórt nafn í Berlín en að sögn Duncans McKnight, Michael Giddens og Nima Ashe þyrstir borgarbúa í annað en teknó. Anna Margrét Björnsson fékk þá í stutt spjall áður en þeir fljúga til Íslands en þeir spila á Sódómu Reykjavík um næstu helgi. The Virgin Tongues eru þrír ungir menn, tveir gítarar og eitt trommusett og spila „psychedelic" rokktónlist sem sækir áhrif sín til sjöunda áratugarins og hljómsveita eins og The Velvet Underground og The Jesus and Mary Chain. Allir þrír búa í suðupotti menningarinnar, Berlín, en hafa mjög ólíkan bakgrunn. Duncan: Ég ólst upp í eyðimörkinni í Kaliforníu og ferðaðist um í hjólhýsi með fjölskyldu minni. Micky: Pabbi minn er breskur og mamma mín grísk, og ég ólst upp í Þýskalandi og Bretlandi. Nima: Ég er hálf persneskur og foreldrar mínir voru hálfgert flökkufólk. Ég hef búið á ótal stöðum í Bandaríkjunum. Hvernig lágu leiðir ykkar saman? Duncan: Ég og Nima hittumst í partíi í eyðimörkinni fyrir þremur árum og urðum vinir. Okkur fór að leiðast í Kaliforníu og áttum áhugaverðan fund með stjörnuspekingi. Hann sagði okkur að flytja til Berlínar sem við gerðum. Við hittum Micky á bar og fannst hann svalur og þar með varð bandið til.Hvernig mynduð þið lýsa tónlistinni ykkar? Aðallega stórsmellir!En hvaðan sækið þið innblástur og hvað hlustið þið á?Nima: Við sækjum innblástur frá himintunglunum.Mickey: Við semjum lög um það sem er að gerast í lífi okkar. Þetta er bara tónlistin okkar. Við sækjum ekki endilega fyrirmyndir okkar til rokks og róls á tuttugustu öldinni heldur erum innblásnir af fólki eins og Oscar Wilde og Lord Byron. Rokk og ról byrjaði ekki með Elvis.Hver semur tónlistina í bandinu?Duncan: Við semjum hana allir saman.Þið eruð með nokkuð sérstakan og „psychedelic" fatastíl. Mynstraðar skyrtur, pelsar og síðir treflar. Hverjar eru tískufyrirmyndir ykkar?Nima: Engar sérstakar. Við bara stelum fötum frá vinkonum okkar.Hverjir voru skemmtilegustu tónleikar sem þið hafið spilað á?Mickey: Það var frábært að hita upp fyrir The Kills hér í Berlín.Lifir rokkið góðu lífi í Berlín?Mickey; Tónlistarsenan í Berlín er búin að snúast mikið um raf- og teknótónlist undanfarin ár. Við finnum sterkt fyrir því að borgarbúa þyrstir í hrátt og kraftmikið rokk og ról. Vonandi getum við skotið smá rokki aftur inn í senuna.Nima: Og glamúr líka.Hvernig kom það til að þið eruð að fara að spila í Reykjavík?Duncan: Við höfum alltaf haft gríðarlegan áhuga á Íslandi. Við elskum íslensku rokksveitina Singapore Sling og okkur langaði að koma og spila með þeim.Hvað vitið þið um Ísland?Duncan: Við erum ótrúlega spenntir fyrir ferðinni. Við vitum ekki mjög mikið um landið en við höfum kynnst svo mörgum frábærum Íslendingum hér í Berlín. Þetta hlýtur að vera frábært land.Hvað er svo á dagskrá hjá ykkur í sumar?Mickey: Við erum að ganga frá stórum plötusamningi og höldum svo áfram að túra. Eigið þið allir kærustur eða er enn von fyrir íslenskar stúlkur? Duncan: Það má alltaf halda í vonina.www.myspace.com/thevirgintongues
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira