Innlent

Beiðni útvegsmanna hafnað

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Borgarráð hefur hafnað beiðni formanna Útvegsmannafélaga Reykjavíkur og Akraness um að útvegsmenn fáið að skipa fulltrúa í stjórn Faxaflóahafna. Fjallað var um málið í borgarráði í gær og í samþykkt ráðsins kemur fram að stjórn fyrirtækisins sé samkvæmt lögum og samþykktum fyrirtækisins vettvangur eigenda þess.

„Þar er m.a. fjallað um ýmis viðskiptamál fyrirtækja á starfssvæði Faxaflóahafna sf. sem lúta reglum um trúnað og því ekki fært að hagsmunaaðilar einnar starfsgreinar hafi rétt til setu á þeim fundum. Þá verður einnig að hafa í huga að á starfssvæði Faxaflóahafna sf. eru auk útgerðarfyrirtækja starfandi stór og smá fyrirtæki á ýmsum sviðum," segir í samþykkt borgarráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×